Enn einn góður dagur í Stóru Laxá 7. september 2011 16:44 Gærdagurinn var enn einn frábæri dagurinn í veiði á neðri svæðum Stóru Laxár. Eins og greint er frá á vef Sogsmanna þá veiddust þar 33 laxar á einum degi og var mikið af stórum og fallegum fiskum í aflanum, þar á meðal einn 102 cm hængur sem var landað í Kálfhagahyl eftir u.þ.b. 40 mínútna baráttu. Nú ber það til tíðinda að Kálfhagahylurinn er orðinn smekkfullur af laxi, veiðimenn töldu þar á bilinu 70-100 laxa ofan af klettinum við hylinn og voru margir þeirra stórir. Þessar fréttir vita á mjög gott fyrir veiðimenn á efri svæðum Stóru Laxár sem hingað til hafa verið heldur rólegri. Kálfhagahylurinn er næst efsti staður á svæði I&II og nú þegar laxinn er farinn að bunka sér í þessu magni upp á efri hluta svæðisins geta menn farið að eiga von á góðum dögum á svæðum III & IV. Í fyrradag fengum við fréttir af svæði IV. Þá virtist veiðin þegar aðeins vera farin að hressast. Þeir voru við veiðar höfðu þá veitt tvær vaktir og voru komnir með 4 laxa á 2 stangir. Tveir laxana voru í smærri kantinum, 5-6 pund en hinir voru í stærri kantinum. Sá stærri var talinn vera í kringum 18 – 20 pundin og sá minni var c.a. 12 punda hrygna. Eins og menn vita þá er eingöngu veitt og sleppt á svæði 4 og eru þessir laxar því enn í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi Agn.is Stangveiði Mest lesið Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Heildartalan úr Norðurá í gær 27 laxar Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði
Gærdagurinn var enn einn frábæri dagurinn í veiði á neðri svæðum Stóru Laxár. Eins og greint er frá á vef Sogsmanna þá veiddust þar 33 laxar á einum degi og var mikið af stórum og fallegum fiskum í aflanum, þar á meðal einn 102 cm hængur sem var landað í Kálfhagahyl eftir u.þ.b. 40 mínútna baráttu. Nú ber það til tíðinda að Kálfhagahylurinn er orðinn smekkfullur af laxi, veiðimenn töldu þar á bilinu 70-100 laxa ofan af klettinum við hylinn og voru margir þeirra stórir. Þessar fréttir vita á mjög gott fyrir veiðimenn á efri svæðum Stóru Laxár sem hingað til hafa verið heldur rólegri. Kálfhagahylurinn er næst efsti staður á svæði I&II og nú þegar laxinn er farinn að bunka sér í þessu magni upp á efri hluta svæðisins geta menn farið að eiga von á góðum dögum á svæðum III & IV. Í fyrradag fengum við fréttir af svæði IV. Þá virtist veiðin þegar aðeins vera farin að hressast. Þeir voru við veiðar höfðu þá veitt tvær vaktir og voru komnir með 4 laxa á 2 stangir. Tveir laxana voru í smærri kantinum, 5-6 pund en hinir voru í stærri kantinum. Sá stærri var talinn vera í kringum 18 – 20 pundin og sá minni var c.a. 12 punda hrygna. Eins og menn vita þá er eingöngu veitt og sleppt á svæði 4 og eru þessir laxar því enn í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi Agn.is
Stangveiði Mest lesið Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Heildartalan úr Norðurá í gær 27 laxar Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði