Golf

Birgir missir af mótinu í Kasakstan - vegabréfsáritunin í ólagi

Ekkert verður af því að Birgir Leifur Hafþórsson leiki á áskorendamótaröðinni í þessari viku eins og til stóð.
Ekkert verður af því að Birgir Leifur Hafþórsson leiki á áskorendamótaröðinni í þessari viku eins og til stóð.
Ekkert verður af því að Birgir Leifur Hafþórsson leiki á áskorendamótaröðinni í þessari viku eins og til stóð. Birgir var kominn til Frankfurt í Þýskalandi þegar í ljós kom að vegabréfsáritun hans til Kasakstan þar sem mótið fer fram var ekki í lagi.

Í viðtali við golffréttavefinn kylfing.is segir Birgir Leifur að hann hafi ekki séð fram á að komast á keppnisstaðinn í tæka tíð og tilraunir hans til þess að fá vegabréfsáritun í tæka tíð hafi ekki borið árangur.

Birgir Leifur, sem keppir fyrir GKG hér á Íslandi, tekur þátt á móti sem fram fer í Moskvu í næstu viku en það mót er einnig hluti af evrópsku áskorendamótaröðinn sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu.

Á þessu ári hefur Birgir tekið þátt á fimm mótum á áskorendamótaröðinni og hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn á fyrstu þremur mótunum. Hann er í 95. sæti á stigalistanum á Áskorendamótaröðinni. Besti árangur hans á þessu ári er þriðja sætið á móti sem fram fór á Ítalíu um miðjan maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×