Tveir risar úr Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2011 20:29 Mynd af www.vatnsdalsa.is Vatnsdalsá heldur áfram að gefa risalaxa og nú nýverið voru tveir dregnir á land sem mældust 100 sm og 103 sm. Annar laxinn var tekinn í Hnausastreng en hinn í Hlíðarfljóti. Þess má geta að 100 sm laxinn sem var tekinn í Hnausastreng var maríulax. Ekki amalegt að byrja veiðiferilinn á svona flottum lax. Hin hefðbundna haustveiði virðist ekki ennþá farin í gang samkvæmt fréttum af vef þeirra Vatnsdalsármanna www.vatnsdalsa.is því veiðistaðir eins og Hnausastengur eru ennþá inni, en samkvæmt venjunni ætti veiðin að vera farin að færast meira uppá dal. Áin gæti því ennþá bætt við nokkrum risum í veiðibókina en þeir eru komnir vel á fjórða tuginn drjólarnir úr ánni í sumar. Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði
Vatnsdalsá heldur áfram að gefa risalaxa og nú nýverið voru tveir dregnir á land sem mældust 100 sm og 103 sm. Annar laxinn var tekinn í Hnausastreng en hinn í Hlíðarfljóti. Þess má geta að 100 sm laxinn sem var tekinn í Hnausastreng var maríulax. Ekki amalegt að byrja veiðiferilinn á svona flottum lax. Hin hefðbundna haustveiði virðist ekki ennþá farin í gang samkvæmt fréttum af vef þeirra Vatnsdalsármanna www.vatnsdalsa.is því veiðistaðir eins og Hnausastengur eru ennþá inni, en samkvæmt venjunni ætti veiðin að vera farin að færast meira uppá dal. Áin gæti því ennþá bætt við nokkrum risum í veiðibókina en þeir eru komnir vel á fjórða tuginn drjólarnir úr ánni í sumar.
Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði