Ekki vanur að sitja í réttarsal en það venst Erla Hlynsdóttir skrifar 5. september 2011 18:37 Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. Geir virtist afslappaður þegar hann mætti fyrir Landsdóm í morgun. Fjöldi fólks var viðstaddur málflutninginn í Þjóðmenningarhúsinu til að sýna Geir stuðning, þeirra á meðal eiginkona Geirs, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.Hvernig tilfinning var það að sitja hér í réttarsalnum í morgun? „Ég er ekkert vanur því að sitja í réttarsal en það venst," sagði Geir í morgun. Stemningin í Landsdómi er þó önnur en í venjulegum dómsal, þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að dómendurnir eru fimmtán talsins. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Refsing við brotunum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Verjanda Geirs og saksóknara Alþingis greinir á um flest er tengist málinu. Þau eru ekki einu sinni sammála um hvenær formleg ákæra var gefin út.Af hverju þessi mistúlkun? „Það er kannski ekki mistúlkun hjá mér, í þeim skilningi, mér finnst bara fyrst og fremst vera mistúlkun milli hennar og landsdóms, það er að segja, það virðist ekki vera algjörlega á hreinu hvenær hin raunverulega ákæra á sér stað," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. Andri gagnrýnir einnig að Geir hafi enn ekki verið yfirheyrður en Sigríður segir að Andra hafi verið frjálst að óska eftir skýrslutöku. Andri segir sig hafa skort gögn til að hafa forsendur til að leggja fram slíka kröfu. „Ég bara beið eins og aðrir eftir því að fá þau gögn sem saksóknari var með. Ég hafði ekki séð þessi gögn, nema að litlu leyti, þannig að það er auðvitað mjög óeðlilegt að við hefðu getað tekið einhverja afstöðu til þess hvernig rannsaka ætti málið áður en við fengum gögn málsins, þannig að ég hafna því út af fyrir sig alveg," sagði Árni. Geir mætti í dómsal í morgun, þrátt fyrir að þegar um frávísunarkröfu er að ræða ber sakborningi engin skylda til að vera viðstaddur. „Ég ákvað að mæta, bæði til að sýna réttinum virðingu og líka svona til að læra svolítið meira inn á þetta og hlýða á málflutninginn sem mér fannst mjög fróðlegur," sagði Geir í samtali við fréttastofu í morgun. Landsdómur hefur fjórar vikur til að taka afstöðu til frávísunarkröfunnar og bíður Geir rólegur eftir niðurstöðunni. „Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður en í svona máli sko þá verður maður að passa sig á bjartsýninni," sagði Geir að lokum. Landsdómur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. Geir virtist afslappaður þegar hann mætti fyrir Landsdóm í morgun. Fjöldi fólks var viðstaddur málflutninginn í Þjóðmenningarhúsinu til að sýna Geir stuðning, þeirra á meðal eiginkona Geirs, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.Hvernig tilfinning var það að sitja hér í réttarsalnum í morgun? „Ég er ekkert vanur því að sitja í réttarsal en það venst," sagði Geir í morgun. Stemningin í Landsdómi er þó önnur en í venjulegum dómsal, þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að dómendurnir eru fimmtán talsins. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Refsing við brotunum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Verjanda Geirs og saksóknara Alþingis greinir á um flest er tengist málinu. Þau eru ekki einu sinni sammála um hvenær formleg ákæra var gefin út.Af hverju þessi mistúlkun? „Það er kannski ekki mistúlkun hjá mér, í þeim skilningi, mér finnst bara fyrst og fremst vera mistúlkun milli hennar og landsdóms, það er að segja, það virðist ekki vera algjörlega á hreinu hvenær hin raunverulega ákæra á sér stað," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. Andri gagnrýnir einnig að Geir hafi enn ekki verið yfirheyrður en Sigríður segir að Andra hafi verið frjálst að óska eftir skýrslutöku. Andri segir sig hafa skort gögn til að hafa forsendur til að leggja fram slíka kröfu. „Ég bara beið eins og aðrir eftir því að fá þau gögn sem saksóknari var með. Ég hafði ekki séð þessi gögn, nema að litlu leyti, þannig að það er auðvitað mjög óeðlilegt að við hefðu getað tekið einhverja afstöðu til þess hvernig rannsaka ætti málið áður en við fengum gögn málsins, þannig að ég hafna því út af fyrir sig alveg," sagði Árni. Geir mætti í dómsal í morgun, þrátt fyrir að þegar um frávísunarkröfu er að ræða ber sakborningi engin skylda til að vera viðstaddur. „Ég ákvað að mæta, bæði til að sýna réttinum virðingu og líka svona til að læra svolítið meira inn á þetta og hlýða á málflutninginn sem mér fannst mjög fróðlegur," sagði Geir í samtali við fréttastofu í morgun. Landsdómur hefur fjórar vikur til að taka afstöðu til frávísunarkröfunnar og bíður Geir rólegur eftir niðurstöðunni. „Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður en í svona máli sko þá verður maður að passa sig á bjartsýninni," sagði Geir að lokum.
Landsdómur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira