Enn einn stórlaxinn úr Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2011 09:41 Björn Kristinn Rúnarsson með laxinn Mynd: Árni Pétur Hilmarsson Þetta gæti sem hægast verið stærsti lax sumarsins og kunnugir eru á einu máli um að hann þessi hefði verið um eða yfir 30 pund þegar hann gekk spengilegur í Laxá í Aðaldal snemma sumars. En í morgun var hann 106 cm og veginn 27 pund. Gunnar Helgason landaði 106 sm laxi á sama svæði fyrir nokkru og það er spurning hvort þetta sé sami fiskurinn? Nú bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort enn stærri laxar komi upp síðustu dagana sem eftir lifa af þessu veiðisumri. En varðandi stærsta laxinn þá er risinn úr Þverá ennþá talinn sá stærsti sem kom upp í sumar, við vonum að veiðimaðurinn deili myndum með okkur því ég þykist vita að menn séu spenntir að sjá þann lax. Meira um stórlaxinn á Nesi á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4026 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði
Þetta gæti sem hægast verið stærsti lax sumarsins og kunnugir eru á einu máli um að hann þessi hefði verið um eða yfir 30 pund þegar hann gekk spengilegur í Laxá í Aðaldal snemma sumars. En í morgun var hann 106 cm og veginn 27 pund. Gunnar Helgason landaði 106 sm laxi á sama svæði fyrir nokkru og það er spurning hvort þetta sé sami fiskurinn? Nú bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort enn stærri laxar komi upp síðustu dagana sem eftir lifa af þessu veiðisumri. En varðandi stærsta laxinn þá er risinn úr Þverá ennþá talinn sá stærsti sem kom upp í sumar, við vonum að veiðimaðurinn deili myndum með okkur því ég þykist vita að menn séu spenntir að sjá þann lax. Meira um stórlaxinn á Nesi á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4026 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði