Ævintýri við erfiðar aðstæður 14. september 2011 20:20 Mynd af www.svfr.is Þrátt fyrir grátlegar aðstæður undanfarið hafa veiðimenn verið að reka í stórlaxa í Nesi sem venja er. Hafa fimm laxar á bilinu 20-25 pund veiðst á sl. fjórum dögum. Að sögn Árna Péturs Hilmarssonar hefur verið vetrarveður fyrir norðan og frost verið nokkuð að nóttu til. Um hádegisbil í dag tók hins vegar að hlýna og útlit er fyrir góðar aðstæður það sem eftir lifir vertíðar í Aðaldalnum ef langtímaspár rætast. Veitt er til 20. september í Nesi, og því gæti síðasta vikan orðið mjög góð. Þó má ekki skilja sem svo að ördeyða hafi verið nyrðra. Venju samkvæmt hafa heppnir veiðimenn sett í draumalaxinn og sumir jafnvel verið svo lánsamir að landa þeim! Síðustu fjóra daga hafa fimm laxar frá 21-25 pund veiðst á Nesveiðum, í bland við smærri laxa. Þrjá þeirra má sjá hér að neðan, en á efstu myndinni má sjá 12.5 kg lax sem veiddist í Sandeyrarpolli fyrir fjórum dögum. Var sá lax búinn að stríða veiðimönnum dagana á undan. Á næstu mynd fyrir neðan (t.v) þá má sjá veiðimann með 11 kg lax úr Grástraumi og loks á neðstu myndinni (t.h) 11.5 kg lax úr Neðri-Grástraumi sem veiddist í morgun. Að auki veiddust tveir í þessum stærðarflokki á Knútsstaðatúni og Hólmavaðsstíflu. Allir laxarnir fóru í háfa til vigtunar. Stangveiði Mest lesið Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði 99 sm lax í Elliðaánum Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði
Þrátt fyrir grátlegar aðstæður undanfarið hafa veiðimenn verið að reka í stórlaxa í Nesi sem venja er. Hafa fimm laxar á bilinu 20-25 pund veiðst á sl. fjórum dögum. Að sögn Árna Péturs Hilmarssonar hefur verið vetrarveður fyrir norðan og frost verið nokkuð að nóttu til. Um hádegisbil í dag tók hins vegar að hlýna og útlit er fyrir góðar aðstæður það sem eftir lifir vertíðar í Aðaldalnum ef langtímaspár rætast. Veitt er til 20. september í Nesi, og því gæti síðasta vikan orðið mjög góð. Þó má ekki skilja sem svo að ördeyða hafi verið nyrðra. Venju samkvæmt hafa heppnir veiðimenn sett í draumalaxinn og sumir jafnvel verið svo lánsamir að landa þeim! Síðustu fjóra daga hafa fimm laxar frá 21-25 pund veiðst á Nesveiðum, í bland við smærri laxa. Þrjá þeirra má sjá hér að neðan, en á efstu myndinni má sjá 12.5 kg lax sem veiddist í Sandeyrarpolli fyrir fjórum dögum. Var sá lax búinn að stríða veiðimönnum dagana á undan. Á næstu mynd fyrir neðan (t.v) þá má sjá veiðimann með 11 kg lax úr Grástraumi og loks á neðstu myndinni (t.h) 11.5 kg lax úr Neðri-Grástraumi sem veiddist í morgun. Að auki veiddust tveir í þessum stærðarflokki á Knútsstaðatúni og Hólmavaðsstíflu. Allir laxarnir fóru í háfa til vigtunar.
Stangveiði Mest lesið Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði 99 sm lax í Elliðaánum Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði