Veiði lokið í Norðurá 14. september 2011 20:18 Mynd af www.svfr.is Veiði er formlega lokið í Norðurá í Borgarfirði. Veiðisumarið var gott í Norðurá og lokatalan 2.134 laxar sem verður að teljast afbragðsgóð niðurstaða. Laxinn mætti óvenju seint í Norðurá, og í raun má segja að mestu göngurnar hafi komið í annari og þriðju viku júlímánaðar. Því voru göngurnar tíu dögum til tveimur vikum of seint á ferðinni ef miðað er við undanfarin ár. Í fyrrasumar voru göngur svo að segja yfirstaðnar þann 15. júlí, en í sumar náðu þær hámarki upp úr miðjum mánuðinum. Vegna þessa dreifðust veiðitölur mun betur en undanfarin ár, en fyrstu tvær vikur júlímánaðar hafa verið framúrskarandi á kostnað seinni hluta júlímánaðar. Þess má geta að bókanir veiðileyfa í Norðurá eru hafnar, en skilafrestur í forúthlutun er 20. september næstkomandi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði
Veiði er formlega lokið í Norðurá í Borgarfirði. Veiðisumarið var gott í Norðurá og lokatalan 2.134 laxar sem verður að teljast afbragðsgóð niðurstaða. Laxinn mætti óvenju seint í Norðurá, og í raun má segja að mestu göngurnar hafi komið í annari og þriðju viku júlímánaðar. Því voru göngurnar tíu dögum til tveimur vikum of seint á ferðinni ef miðað er við undanfarin ár. Í fyrrasumar voru göngur svo að segja yfirstaðnar þann 15. júlí, en í sumar náðu þær hámarki upp úr miðjum mánuðinum. Vegna þessa dreifðust veiðitölur mun betur en undanfarin ár, en fyrstu tvær vikur júlímánaðar hafa verið framúrskarandi á kostnað seinni hluta júlímánaðar. Þess má geta að bókanir veiðileyfa í Norðurá eru hafnar, en skilafrestur í forúthlutun er 20. september næstkomandi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði