Farið að bera á sjóbirting Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2011 20:15 Mynd af www.svfr.is Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu. Veiðimenn sem áttu hollið 10-12. september í Tungufljóti fengu tíu fiska, einn lax og níu sjóbirtinga. Flestir birtinganna fengust í vatnamótunum við Ása-Eldvatn og því ljóst að birtingurinn er mættur til leiks. Eitthvað urðu menn varir upp í á, misstu meðal annars fiska í Búrhyl og fiskur var einnig í Bjarnarfossi. Nú bíða menn eftir suð-austanáttinni sem búið er að lofa í lok vikunnar. Gæti hún lyft veiðánum sem margar hverjar eru orðnar ansi vatnslitlar eftir brakandi þurrka undanfarið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Veiði Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum Veiði Veiðimenn á vesturlandi biðja um rigningu Veiði Lokatölur úr Laxá í Mývatnssveit Veiði Þverá í Fljótshlíð að komast í gang Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Myndir af stórum urriðum á Þingvöllum Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði
Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu. Veiðimenn sem áttu hollið 10-12. september í Tungufljóti fengu tíu fiska, einn lax og níu sjóbirtinga. Flestir birtinganna fengust í vatnamótunum við Ása-Eldvatn og því ljóst að birtingurinn er mættur til leiks. Eitthvað urðu menn varir upp í á, misstu meðal annars fiska í Búrhyl og fiskur var einnig í Bjarnarfossi. Nú bíða menn eftir suð-austanáttinni sem búið er að lofa í lok vikunnar. Gæti hún lyft veiðánum sem margar hverjar eru orðnar ansi vatnslitlar eftir brakandi þurrka undanfarið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Veiði Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum Veiði Veiðimenn á vesturlandi biðja um rigningu Veiði Lokatölur úr Laxá í Mývatnssveit Veiði Þverá í Fljótshlíð að komast í gang Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Myndir af stórum urriðum á Þingvöllum Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði