Dunká komin til SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 22. september 2011 13:34 Í gær var undirritaður samningur á milli Stangaveiðifélags Reykjavikur og Veiðifélags Dunkár um leigu á veiðirétti næstu þrjú árin. Dunká er lítil og nett veiðiá skammt austan við Stykkishólm og rennur til Hvammsfjarðar. Áin er laxgeng um 4.5 kílómetra leið upp að Hestfossi. Frá Sjávarstreng sem er neðsti veiðistaður Dunkár, og upp að fossinum eru á fjórða tug merktra veiðistaða. Veitt er með tveimur stöngum í ánni og fylgir veiðihús. Mikil eftirspurn hefur verið eftir ám af þessari stærð þar sem menn sjá um sig sjálfir í húsinu og má því reikna með nokkurri aðsókn í leyfin í Dunká á komandi tímabili hjá SVFR. Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði
Í gær var undirritaður samningur á milli Stangaveiðifélags Reykjavikur og Veiðifélags Dunkár um leigu á veiðirétti næstu þrjú árin. Dunká er lítil og nett veiðiá skammt austan við Stykkishólm og rennur til Hvammsfjarðar. Áin er laxgeng um 4.5 kílómetra leið upp að Hestfossi. Frá Sjávarstreng sem er neðsti veiðistaður Dunkár, og upp að fossinum eru á fjórða tug merktra veiðistaða. Veitt er með tveimur stöngum í ánni og fylgir veiðihús. Mikil eftirspurn hefur verið eftir ám af þessari stærð þar sem menn sjá um sig sjálfir í húsinu og má því reikna með nokkurri aðsókn í leyfin í Dunká á komandi tímabili hjá SVFR.
Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði