Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Karl Lúðvíksson skrifar 30. september 2011 09:30 Mynd af www.angling.is Laxveiðisumarið var mjög gott í Fnjóská, en að sögn Ingvars Karls Þorsteinssonar hjá Flúðum eru skráðir laxar að minnsta kosti 650 talsins. Þetta kemur fram í Flugufréttum Flugur.is í dag. Þar kemur jafnframt fram að meðalþungi hafi verið með ágætum eða um fjögur kíló. Ekki urðu neinar sérstakar aflahrotur í Fnjóská í sumar, veiðin var jöfn og góð, sem líklegast má rekja til þess að áin var mjög vatnsmikil langt fram eftir sumri með leysingavatni. Stærsti laxinn í sumar er áætlaður um 18 pund eða 95 sm. Þess má geta að um er að ræða annað besta laxveiðisumarið í Fnjóská en í fyrra var metveiði þegar að áin skilaði rúmlega 1050 löxum. Talsvert hefur borið á smærri geldbleikju í Fnjóská nú á haustdögum, eitthvað sem ekki hefur sést í nokkuð mörg ár. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði
Laxveiðisumarið var mjög gott í Fnjóská, en að sögn Ingvars Karls Þorsteinssonar hjá Flúðum eru skráðir laxar að minnsta kosti 650 talsins. Þetta kemur fram í Flugufréttum Flugur.is í dag. Þar kemur jafnframt fram að meðalþungi hafi verið með ágætum eða um fjögur kíló. Ekki urðu neinar sérstakar aflahrotur í Fnjóská í sumar, veiðin var jöfn og góð, sem líklegast má rekja til þess að áin var mjög vatnsmikil langt fram eftir sumri með leysingavatni. Stærsti laxinn í sumar er áætlaður um 18 pund eða 95 sm. Þess má geta að um er að ræða annað besta laxveiðisumarið í Fnjóská en í fyrra var metveiði þegar að áin skilaði rúmlega 1050 löxum. Talsvert hefur borið á smærri geldbleikju í Fnjóská nú á haustdögum, eitthvað sem ekki hefur sést í nokkuð mörg ár. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði