Veiðitölur úr Gljúfurá í Borgarfirði Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2011 09:29 Lokatölur laxveiða í Gljúfurá í Borgarfirði hljóma upp á 266 laxa þetta sumarið, sem er með ágætum og yfir meðaltali sl. áratuga. Sem fyrr var veiðin langmest í júlímánuði, eða 159 laxar, 52 laxar fengust í ágústmánuði og 55 laxar í september. Þetta er örlítið minni veiði en fékkst úr Gljúfurá í fyrrasumar en þá fengust 281 lax úr ánni. Mismunurinn á milli ára nemur því aðeins 15 löxum. Meðaltalsveiði síðastliðinna 35 ára í Gljúfurá er 214 laxar, og veiðin því yfir þeim tölum í sumar. Þess má geta að í fyrsta sinn var gerð tilraun til sjóbirtingsveiða fyrstu tíu daga októbermánaðar. Fóru bændur með þá tilraunaveiði, en mikil aukning virðist vera í sjóbirtingsgengd í Gljúfurá hin síðari ár. SVFR hefur ekki tölur yfir afrakstur þeirra veiða. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði
Lokatölur laxveiða í Gljúfurá í Borgarfirði hljóma upp á 266 laxa þetta sumarið, sem er með ágætum og yfir meðaltali sl. áratuga. Sem fyrr var veiðin langmest í júlímánuði, eða 159 laxar, 52 laxar fengust í ágústmánuði og 55 laxar í september. Þetta er örlítið minni veiði en fékkst úr Gljúfurá í fyrrasumar en þá fengust 281 lax úr ánni. Mismunurinn á milli ára nemur því aðeins 15 löxum. Meðaltalsveiði síðastliðinna 35 ára í Gljúfurá er 214 laxar, og veiðin því yfir þeim tölum í sumar. Þess má geta að í fyrsta sinn var gerð tilraun til sjóbirtingsveiða fyrstu tíu daga októbermánaðar. Fóru bændur með þá tilraunaveiði, en mikil aukning virðist vera í sjóbirtingsgengd í Gljúfurá hin síðari ár. SVFR hefur ekki tölur yfir afrakstur þeirra veiða. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði