Aukning í þurrfluguveiði Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2011 09:49 Adams þurrfluga Það er greinilega merkjanleg aukning í áhuga stangaveiðimanna á silungsveiði með þurrflugu. Sérstaklega á þetta við á urriðasvæðunum nyrðra. Það er vaxandi hópur sem leggur áherslu á að beita þurrfluguveiðinni á urriðasvæðunum í Laxárdal og í Mývatnssveit. Hingað til hefur landinn sótt í það að veiða svæðin í júnímánuði og forðast miðsumarsvikurnar sem heitan eldinn. Um mitt sumarið er gróður nefninlega í hámarki og urriðinn étur af yfirborðinu sem aldrei fyrr. Því henta hefðbundnar púpuveiðar svo og straumfluguveiðar illa á svæðunum fyrir norðan. Hins vegar er þetta draumatími þeirra sem beita þurrflugunni. Þetta endurspeglast einnig í talsverðri áherslubreytingu í umsóknarþunga í veiðileyfi á svæðunum. Sem dæmi lítur út fyrir að júlímánuður í Laxárdal muni að mestu seljast upp í forúthlutun þetta sinnið. Í júlí og fyrrihluta ágústmánaðar eru nefninlega kjöraðstæður fyrir þurrfluguveiðimenn. Á meðfylgjandi myndbandi sem tekið er upp um miðjan ágústmánuð í fyrra má sjá hvað það er sem þessi hópur er að sækja í. Gróður eða fluga hefur engin áhrif á veiðiskapinn. Hægt er að skoða myndbandið með því að smella hér. http://www.svfr.is/2011/10/13/Aukning-i-thurrfluguveidum/?pageid=4bddca66-3009-46d9-adf3-0146343b2cb0 Stangveiði Mest lesið Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði 99 sm lax í Elliðaánum Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði
Það er greinilega merkjanleg aukning í áhuga stangaveiðimanna á silungsveiði með þurrflugu. Sérstaklega á þetta við á urriðasvæðunum nyrðra. Það er vaxandi hópur sem leggur áherslu á að beita þurrfluguveiðinni á urriðasvæðunum í Laxárdal og í Mývatnssveit. Hingað til hefur landinn sótt í það að veiða svæðin í júnímánuði og forðast miðsumarsvikurnar sem heitan eldinn. Um mitt sumarið er gróður nefninlega í hámarki og urriðinn étur af yfirborðinu sem aldrei fyrr. Því henta hefðbundnar púpuveiðar svo og straumfluguveiðar illa á svæðunum fyrir norðan. Hins vegar er þetta draumatími þeirra sem beita þurrflugunni. Þetta endurspeglast einnig í talsverðri áherslubreytingu í umsóknarþunga í veiðileyfi á svæðunum. Sem dæmi lítur út fyrir að júlímánuður í Laxárdal muni að mestu seljast upp í forúthlutun þetta sinnið. Í júlí og fyrrihluta ágústmánaðar eru nefninlega kjöraðstæður fyrir þurrfluguveiðimenn. Á meðfylgjandi myndbandi sem tekið er upp um miðjan ágústmánuð í fyrra má sjá hvað það er sem þessi hópur er að sækja í. Gróður eða fluga hefur engin áhrif á veiðiskapinn. Hægt er að skoða myndbandið með því að smella hér. http://www.svfr.is/2011/10/13/Aukning-i-thurrfluguveidum/?pageid=4bddca66-3009-46d9-adf3-0146343b2cb0
Stangveiði Mest lesið Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði 99 sm lax í Elliðaánum Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði