Gæsaveiðin góð síðustu daga Karl Lúðvíksson skrifar 11. október 2011 15:43 Hreggviður og Brynjar eftir ágætismorgun við Ármót Mynd: Hafliði Halldórson Gæsaveiðin í Landeyjunum hefur verið mjög góð síðustu daga og flestir sem við höfum haft samband við gert ágætis veiði. Menn hafa verið að fá 10-60 fugla í morgunfluginu og það virðist ekki vanta gæsina þetta árið frekar enn í fyrra. Ein af bestu veiðijörðum landsins ef ekki í Evrópu hvað gæsina varðar er Ármót í Landeyjunum og veiðin þar hefur verið með allbesta móti í haust. Þúsundir fugla hafa verið þar í ökrunum í haust og það sér ekki högg á vatni þó svo að það hafi verið skotnar nokkur hundruð gæsir þar í haust, enda akrarnir nokkuð víðfemdir og nóg æti fyrir fuglinn í korni sem er búið að fella. Frekari upplýsingar um veiðina í Ármóti má finna á www.hunt.is Þar eins og víðar hefur þó verið mikið af álft. Hafliði Halldórsson á Ármóti sagið að fyrir fáum dögum hefðu verið meira en þúsund álftir við akrana, en hann og hans fólk verið duglegir að koma henni í burtu jafnharðann og hún sest niður. Það má reikna með að það verði skotið langt fram í nóvember því stór stofn af gæs virðist vera farin að halda vetursetu á landinu svo lengi sem veturinn er ekki mjög harður. Stangveiði Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Sjóstangaveiði sífellt vinsælli Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði
Gæsaveiðin í Landeyjunum hefur verið mjög góð síðustu daga og flestir sem við höfum haft samband við gert ágætis veiði. Menn hafa verið að fá 10-60 fugla í morgunfluginu og það virðist ekki vanta gæsina þetta árið frekar enn í fyrra. Ein af bestu veiðijörðum landsins ef ekki í Evrópu hvað gæsina varðar er Ármót í Landeyjunum og veiðin þar hefur verið með allbesta móti í haust. Þúsundir fugla hafa verið þar í ökrunum í haust og það sér ekki högg á vatni þó svo að það hafi verið skotnar nokkur hundruð gæsir þar í haust, enda akrarnir nokkuð víðfemdir og nóg æti fyrir fuglinn í korni sem er búið að fella. Frekari upplýsingar um veiðina í Ármóti má finna á www.hunt.is Þar eins og víðar hefur þó verið mikið af álft. Hafliði Halldórsson á Ármóti sagið að fyrir fáum dögum hefðu verið meira en þúsund álftir við akrana, en hann og hans fólk verið duglegir að koma henni í burtu jafnharðann og hún sest niður. Það má reikna með að það verði skotið langt fram í nóvember því stór stofn af gæs virðist vera farin að halda vetursetu á landinu svo lengi sem veturinn er ekki mjög harður.
Stangveiði Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Sjóstangaveiði sífellt vinsælli Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði