Engin rjúpnaveiði næstu helgi Karl Lúðvíksson skrifar 8. nóvember 2011 10:08 Eins og flestir veiðimenn eiga að vita þá er rjúpnaveiði bönnuð næstu helgi samkvæmt úrskurði Umhverfisráðherra en veiðin heldur áfram næstu tvær helgar þar á eftir áður en tímabilinu þetta árið lýkur. Veiðin hefur verið upp og ofan en flestir eru að fá eitthvað. Það er þó mikið talað um að þessa fáu daga sem veiðar eru leyfðar fara margir á sömu staðina og það getur skapað hættuástand. Sem dæmi voru þrír allvanir veiðimenn í Víðidalnum um liðna helgi og á svæðinu var ekki þverfótað fyrir skyttum. Menn gengu hver ofan í annan og veiðin var eftir því lítil. Á Skagaheiðinni var sömuleiðis múgur og margmenni en veiðin hjá flestum mjög léleg. Bestu veiðina hafa menn verið að gera á austurlandi samkvæmt síðustu fregnum og víst er að þegar nær dregur lokum á vertíðinni eru menn tilbúnir til að fara lengra til að ná í jólarjúpurnar ef þeir eru ekki búnir að ná þeim nú þegar. Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði
Eins og flestir veiðimenn eiga að vita þá er rjúpnaveiði bönnuð næstu helgi samkvæmt úrskurði Umhverfisráðherra en veiðin heldur áfram næstu tvær helgar þar á eftir áður en tímabilinu þetta árið lýkur. Veiðin hefur verið upp og ofan en flestir eru að fá eitthvað. Það er þó mikið talað um að þessa fáu daga sem veiðar eru leyfðar fara margir á sömu staðina og það getur skapað hættuástand. Sem dæmi voru þrír allvanir veiðimenn í Víðidalnum um liðna helgi og á svæðinu var ekki þverfótað fyrir skyttum. Menn gengu hver ofan í annan og veiðin var eftir því lítil. Á Skagaheiðinni var sömuleiðis múgur og margmenni en veiðin hjá flestum mjög léleg. Bestu veiðina hafa menn verið að gera á austurlandi samkvæmt síðustu fregnum og víst er að þegar nær dregur lokum á vertíðinni eru menn tilbúnir til að fara lengra til að ná í jólarjúpurnar ef þeir eru ekki búnir að ná þeim nú þegar.
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði