Botn í málið Magnús Halldórsson skrifar 7. nóvember 2011 08:56 Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði. Á þremur árum hafa slitastjórnir Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, ekki farið með þetta sértæka álitamál fyrir dómstóla, til þess að fá við því lokasvar frá Hæstarétti, hvort lánveitingar sem þessar séu löglegar. Mér finnst það sérkennilegt vegna þess að það er ekki augljóst að svo sé. Kröfuhafarnir hafa auk þess hagsmuni af því að fá að vita þetta. Það liggur fyrir að ef bankar, sem eru skráðir á markað, mega veita lán til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði - eða hreinlega ekki neitt -, þá verður til falskt markaðsverð á bönkunum. Viðskiptin hafa áhrif á eftirspurnarhliðina til hækkunar, sem eykur markaðsvirðið, og eyðileggur þannig trúverðugan grundvöll annarra viðskipta með bréfin. Þess vegna gætu lánin til kaupa á eigin hlutafé verið markaðsmisnotkun í skilningi laga. Það þarf að fá botn í þetta. Það skiptir máli. Þetta var það sem lagði íslenska hlutabréfamarkaðinn í rúst fyrir hrun og bjó til mestu hlutabréfabólu í mannkynssögunni. Það er gott að hafa það bak við eyrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun
Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði. Á þremur árum hafa slitastjórnir Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, ekki farið með þetta sértæka álitamál fyrir dómstóla, til þess að fá við því lokasvar frá Hæstarétti, hvort lánveitingar sem þessar séu löglegar. Mér finnst það sérkennilegt vegna þess að það er ekki augljóst að svo sé. Kröfuhafarnir hafa auk þess hagsmuni af því að fá að vita þetta. Það liggur fyrir að ef bankar, sem eru skráðir á markað, mega veita lán til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði - eða hreinlega ekki neitt -, þá verður til falskt markaðsverð á bönkunum. Viðskiptin hafa áhrif á eftirspurnarhliðina til hækkunar, sem eykur markaðsvirðið, og eyðileggur þannig trúverðugan grundvöll annarra viðskipta með bréfin. Þess vegna gætu lánin til kaupa á eigin hlutafé verið markaðsmisnotkun í skilningi laga. Það þarf að fá botn í þetta. Það skiptir máli. Þetta var það sem lagði íslenska hlutabréfamarkaðinn í rúst fyrir hrun og bjó til mestu hlutabréfabólu í mannkynssögunni. Það er gott að hafa það bak við eyrað.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun