Botn í málið Magnús Halldórsson skrifar 7. nóvember 2011 08:56 Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði. Á þremur árum hafa slitastjórnir Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, ekki farið með þetta sértæka álitamál fyrir dómstóla, til þess að fá við því lokasvar frá Hæstarétti, hvort lánveitingar sem þessar séu löglegar. Mér finnst það sérkennilegt vegna þess að það er ekki augljóst að svo sé. Kröfuhafarnir hafa auk þess hagsmuni af því að fá að vita þetta. Það liggur fyrir að ef bankar, sem eru skráðir á markað, mega veita lán til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði - eða hreinlega ekki neitt -, þá verður til falskt markaðsverð á bönkunum. Viðskiptin hafa áhrif á eftirspurnarhliðina til hækkunar, sem eykur markaðsvirðið, og eyðileggur þannig trúverðugan grundvöll annarra viðskipta með bréfin. Þess vegna gætu lánin til kaupa á eigin hlutafé verið markaðsmisnotkun í skilningi laga. Það þarf að fá botn í þetta. Það skiptir máli. Þetta var það sem lagði íslenska hlutabréfamarkaðinn í rúst fyrir hrun og bjó til mestu hlutabréfabólu í mannkynssögunni. Það er gott að hafa það bak við eyrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði. Á þremur árum hafa slitastjórnir Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, ekki farið með þetta sértæka álitamál fyrir dómstóla, til þess að fá við því lokasvar frá Hæstarétti, hvort lánveitingar sem þessar séu löglegar. Mér finnst það sérkennilegt vegna þess að það er ekki augljóst að svo sé. Kröfuhafarnir hafa auk þess hagsmuni af því að fá að vita þetta. Það liggur fyrir að ef bankar, sem eru skráðir á markað, mega veita lán til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði - eða hreinlega ekki neitt -, þá verður til falskt markaðsverð á bönkunum. Viðskiptin hafa áhrif á eftirspurnarhliðina til hækkunar, sem eykur markaðsvirðið, og eyðileggur þannig trúverðugan grundvöll annarra viðskipta með bréfin. Þess vegna gætu lánin til kaupa á eigin hlutafé verið markaðsmisnotkun í skilningi laga. Það þarf að fá botn í þetta. Það skiptir máli. Þetta var það sem lagði íslenska hlutabréfamarkaðinn í rúst fyrir hrun og bjó til mestu hlutabréfabólu í mannkynssögunni. Það er gott að hafa það bak við eyrað.