Umhverfisvæn skot í Vesturröst Karl Lúðvíksson skrifar 2. nóvember 2011 10:17 Vesturröst er farin að bjóða uppá umhverfisvænni skot frá Hull. Það þekkist mjög víða í heiminum að skot með blýhöglum er bönnuð sökum mengunar sem þau kunna að valda. Hull hefur þess vegna framleitt skot skot með stálhöglum sem ryðga og eyðast í náttúrunni og púður framleitt úr sykrum sem er líka umhverfisvænna. Skotin eru hröð, eða um 1400 fet, 32 gramma í haglastærðum 4-5 með 221 hagli í skoti sem er meira en í sambærilegri 42 gr hleðslu. Stálhöglin hafa það líka umfram blýhögl að það eru færri högl sem skemmast í hlaupinu þegar skotið springur þannig að dreifin verður betri og munstrið jafnara. Við hvetjum veiðimenn til að fara vel yfir búnað sinn áður en gengið er til rjúpna. Stangveiði Mest lesið Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði 99 sm lax í Elliðaánum Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði
Vesturröst er farin að bjóða uppá umhverfisvænni skot frá Hull. Það þekkist mjög víða í heiminum að skot með blýhöglum er bönnuð sökum mengunar sem þau kunna að valda. Hull hefur þess vegna framleitt skot skot með stálhöglum sem ryðga og eyðast í náttúrunni og púður framleitt úr sykrum sem er líka umhverfisvænna. Skotin eru hröð, eða um 1400 fet, 32 gramma í haglastærðum 4-5 með 221 hagli í skoti sem er meira en í sambærilegri 42 gr hleðslu. Stálhöglin hafa það líka umfram blýhögl að það eru færri högl sem skemmast í hlaupinu þegar skotið springur þannig að dreifin verður betri og munstrið jafnara. Við hvetjum veiðimenn til að fara vel yfir búnað sinn áður en gengið er til rjúpna.
Stangveiði Mest lesið Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði 99 sm lax í Elliðaánum Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði