Blanda uppgjör 2011 Karl Lúðvíksson skrifar 1. nóvember 2011 12:28 Flottur stórlax af svæði 1 í Blöndu Mynd af www.lax-a.is Blanda gamla hefur verið í fantaformi undanfarin tímabil, þrjú ár í röð hefur hún rofið 2000 laxa múrinn og sem fyrr er lunginn af veiðinni á svæði 1. Sumarið var um margt óvenjulegt fyrir norðan, Blanda rann mjög hrein fram að yfirfalli, nánast eins og bergvatnsá, og var óvenju lítið lituð eftir yfirfall – enda var ágústveiðin 340 laxar á svæði 1. Eins var minna um sveiflur á vatnsmagni í sumar en oft áður, en slíkt hefur mikil áhrif á hegðun laxins – sérstaklega á miðsvæðunum. Yfirfallið var með fyrra móti þetta árið, 6 ágúst, en eins og áður sagði var áin tiltölulega hrein þrátt fyrir það – þó vissulega væri dagamunur á henni. Snema í september fór áin svo af yfirfalli og viku seinna var mikið líf á svæði 4, eins og verður gjarnan við slíkar aðstæður. Meira á https://www.lax-a.is/islenska/frettir/helstu-frettir/nr/10537 Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Tungufljót komið til Fiská Veiði Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði
Blanda gamla hefur verið í fantaformi undanfarin tímabil, þrjú ár í röð hefur hún rofið 2000 laxa múrinn og sem fyrr er lunginn af veiðinni á svæði 1. Sumarið var um margt óvenjulegt fyrir norðan, Blanda rann mjög hrein fram að yfirfalli, nánast eins og bergvatnsá, og var óvenju lítið lituð eftir yfirfall – enda var ágústveiðin 340 laxar á svæði 1. Eins var minna um sveiflur á vatnsmagni í sumar en oft áður, en slíkt hefur mikil áhrif á hegðun laxins – sérstaklega á miðsvæðunum. Yfirfallið var með fyrra móti þetta árið, 6 ágúst, en eins og áður sagði var áin tiltölulega hrein þrátt fyrir það – þó vissulega væri dagamunur á henni. Snema í september fór áin svo af yfirfalli og viku seinna var mikið líf á svæði 4, eins og verður gjarnan við slíkar aðstæður. Meira á https://www.lax-a.is/islenska/frettir/helstu-frettir/nr/10537 Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Tungufljót komið til Fiská Veiði Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði