Golf

Tiger tapaði stórt í fyrsta leiknum í Forsetabikarnum

Steve Williams og Tiger Woods takast hér í hendur eftir leikinn í nótt.
Steve Williams og Tiger Woods takast hér í hendur eftir leikinn í nótt. Getty Images / Nordic Photos
Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi.

Keppnisfyrirkomulagið er með sama hætti og Ryderkeppnin á milli Bandaríkjana og Evrópu.

Allra augu beindust að Tiger Woods þar sem hann var í ráshóp með fyrrum aðstoðarmanni sínum, Steve Williams. Þeir hafa ekki verið perluvinir frá því að slitnaði upp úr samstarfi þeirra og í aðdraganda keppninnar gerði Williams grín að Woods í ræðu sem hann hélt á samkomu kylfusveina.

Það mál var síðan leyst með „sáttafundi" þeirra Woods og Williams. Þeir tókust í hendur fyrir leikinn í nótt og ekkert benti til þess að þeir væru ósáttir að vera í nærveru hvors annars.

Woods og Stricker náðu sér ekki á strik en þeir fengu ekki fugl og unnu enga holu gegn þeim Adams og Choi. Leikurinn kláraðist á 12 holu og hefur það ekki gerst í Forsetabikarnum frá árinu 1996.

Bubba Watson / Webb Simpson sigruðu Ernie Els (Suður-Afríka) / Ryo Ishikawa (Japan) 4/2

Bill Haas / Nick Watney gerðu jafntefli gegn Geoff Ogilvy (Ástralíu) Charl Schwartzel (Suður-Afríku)

Dustin Johnson / Matt Kuchar gerðu jafntefli gegn Aaron Baddeley (Ástralíu) / Jason Day (Ástralíu).

Phil Mickelson / Jim Furyk sigruðu Retief Goosen (Suður-Afríku) / Robert Allenby (Ástralíu) 4/3

Hunter Mahan / David Toms sigruðu Kyung-tae Kim (S-Kóreu) / Y.E. Yang (S-Kóreu) 6/5

Tiger Woods / Steve Stricker töpuðu gegn Adam Scott (Ástralíu) / KJChoi (Suður-Kóreu) 7/6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×