Fengu verðlaun fyrir tölvuleikinn Relocator 15. nóvember 2011 10:56 Sigurvegarar keppninnar. Nýverið lauk leikjahönnunarkeppninni Game Creator á vegum Icelandic Gaming Industry. Keppnin hófst formlega í byrjun september, að því er fram kemur í tilkynningu, „þar sem keppendur áttu kost á því að mæta á vinnustofur á vegum IGI til að fá aðstoð og álit á sinni vinnu. Vinnustofurnar voru fjórar í heild sinni þar sem fjallað var um leikjahönnun, forritun, frumgerðarsmíði og lokavinnustofa tileinkuð ahliða aðstoð og álitagjöf. Umsjón vinnustofanna var í höndum reyndra aðila úr iðnaðinum, m.a. frá fyrirtækjunum CCP Games og Gogogic.“ Þá segir að sex metnaðarfullum verkefnum hafi verið skilað inn til dómnefndar, sem samanstóð af dósentum við tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, starfsmönnum CCP Games og Plain Vanilla og fulltrúa úr sigurliði síðustu keppni. Verkefnin fólu í sér virkar leikjafrumgerðir ásamt lýsingum og hugmyndum á frekari úrbótum og vinnslu fyrir leikinn. Úrslitin voru kunngerð síðastliðinn fimmtudag við hátíðlega athöfn í Háskóla Reykjavíkur. Sigurvegari keppninnar var liðið Orthus Games með leikinn „Relocator". Meðlimir liðsins eru þeir Tyrfingur Sigurðsson (til vinstri á myndinni), Burkni Óskarsson (fyrir miðju) og Ingþór Hjálmarsson (til hægri). „Í verðlaun hlutu þeir 4 mánaða veru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, tölvu frá Samsung setrinu og 100 þúsund króna peningastyrk frá Landsbankanum. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir listræna hönnun og hlaut liðið Forever Alone þann heiður fyrir leikinn Deadguy. Liðið skipar einn keppandi, Einar Kristján Bridde, og fékk hann Kinect hreyfiskynjara frá Microsoft að launum.“ Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Nýverið lauk leikjahönnunarkeppninni Game Creator á vegum Icelandic Gaming Industry. Keppnin hófst formlega í byrjun september, að því er fram kemur í tilkynningu, „þar sem keppendur áttu kost á því að mæta á vinnustofur á vegum IGI til að fá aðstoð og álit á sinni vinnu. Vinnustofurnar voru fjórar í heild sinni þar sem fjallað var um leikjahönnun, forritun, frumgerðarsmíði og lokavinnustofa tileinkuð ahliða aðstoð og álitagjöf. Umsjón vinnustofanna var í höndum reyndra aðila úr iðnaðinum, m.a. frá fyrirtækjunum CCP Games og Gogogic.“ Þá segir að sex metnaðarfullum verkefnum hafi verið skilað inn til dómnefndar, sem samanstóð af dósentum við tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, starfsmönnum CCP Games og Plain Vanilla og fulltrúa úr sigurliði síðustu keppni. Verkefnin fólu í sér virkar leikjafrumgerðir ásamt lýsingum og hugmyndum á frekari úrbótum og vinnslu fyrir leikinn. Úrslitin voru kunngerð síðastliðinn fimmtudag við hátíðlega athöfn í Háskóla Reykjavíkur. Sigurvegari keppninnar var liðið Orthus Games með leikinn „Relocator". Meðlimir liðsins eru þeir Tyrfingur Sigurðsson (til vinstri á myndinni), Burkni Óskarsson (fyrir miðju) og Ingþór Hjálmarsson (til hægri). „Í verðlaun hlutu þeir 4 mánaða veru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, tölvu frá Samsung setrinu og 100 þúsund króna peningastyrk frá Landsbankanum. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir listræna hönnun og hlaut liðið Forever Alone þann heiður fyrir leikinn Deadguy. Liðið skipar einn keppandi, Einar Kristján Bridde, og fékk hann Kinect hreyfiskynjara frá Microsoft að launum.“
Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira