Golf

Tiger í þriðja sæti á opna ástralska - Chalmers vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods slær upp úr glompu.
Tiger Woods slær upp úr glompu. Mynd/AP
Greg Chalmers tryggði sér sigur á opna ástralska mótinu í goli í nótt þegar hann lék lokahringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Chalmers var að vinna þetta mót í annað sinn því hann vann það líka árið 1998. Hann kláraði mótið á þrettán höggum undir pari.

Tiger Woods kom til baka eftir skelfilegan þriðja dag og var nálægt því að þvinga fram umspil. Woods lék fjórða hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari.

Woods endaði í 3. sæti á 11 höggum undir pari en hann var tveimur höggum á eftir Chalmers. John Senden varð síðan í 2. sæti einu höggi á eftir sigurvegaranum. Senden var í forystu fyrir lokadaginn en fékk fjóra skolla á fyrstu sjö holunum.

Woods hefur ekki unnið mót síðan hann vann átstralska Mastermítið árið 2009. Hann hefur samt aldrei verið nærri því en núna.

„Ég púttaði skelfilega í gær og annars hefði ég verið með þetta," sagði Tiger Woods. „Mér leið mjög vel og það er æðislegt að vera orðinn heill á ný," sagði Woods.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×