Ögmundur hafnaði Nubo 25. nóvember 2011 12:50 Huang Nubo. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði við blaðamenn að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt og að ef ráðuneytið hefði fallist á undfanþáguna hefði það í reynd haft í för með sér að lögin sem um ræðir hefðu verið felld úr gildi. Þá sagði Ögmundur ennfremur að ef hann samþykkti umsóknina hefði ráðuneytið þurft að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Þá segir í tilkynningu frá ráðuneytinu að stærð jarðarinnar sem Huang vildi kaupa hefði einnig haft áhrif. Hér fyrir neðan má svo lesa fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.Ákvörðun vegna erindis um jarðakaup Innanríkisráðuneytið hefur svarað beiðni Beijing Zhongkun Investment Group frá 31. ágúst um að veitt verði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum, alls 30.639 hektara landsvæði. Vegna umfjöllunar um málið vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi. Um heimild til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi er nánar fjallað í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966 með síðari breytingum. Í samræmi við 4. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna er félagi þar sem enginn félaga ber fulla ábyrgð á skuldum félagsins eða stofnun óheimilt að eignast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum hér á landi nema félagið eða stofnunin eigi heimilisfang og varnarþing á Íslandi og allir stjórnendur séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. fimm ár. Í hlutafélögum skulu 4/5 hlutar hlutafjár vera eign íslenskra ríkisborgara og íslenskir ríkisborgarar fara með meirihluta atkvæða á hluthafafundum. Í þessu felst nánar að sé þess óskað að hlutafélag fái að eignast fasteign hér á landi, og það fellur ekki undir undantekningarákvæði 1. tölul. eða 2. tölul. 4. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966, þarf það að uppfylla eftirtalin fjögur skilyrði laganna til að svo geti orðið: 1. Félagið skal eiga heimilisfang og varnarþing á Íslandi. 2. Allir stjórnendur félagsins skulu vera íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi í a.m.k. fimm ár. 3. 4/5 hlutar hlutafjár félagsins skulu vera í eigu íslenskra ríkisborgara. 4. Íslenskir ríkisborgarar skulu fara með meirihluta atkvæða á hluthafafundum. Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966 getur innanríkisráðherra, svo sem fyrr greinir, veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum 1. mgr. 1. gr. laganna ef annars þykir ástæða til. Er hér um að ræða undanþáguákvæði sem ber samkvæmt almennum lögskýringarreglum að túlka þröngt. Telur ráðuneytið mikilvægt að við beitingu þess sé litið til markmiðs laga nr. 19/1966 og forvera þeirra, samnefndra laga nr. 63/1919, en af lögskýringargögnum verður ráðið að talið hafi verið að takmarkanir útlendinga til þess að öðlast réttindi yfir fasteignum á Íslandi væru nauðsynlegar til þess að standa vörð um sjálfstæði eða fullveldi landsins og möguleika Íslendinga til að njóta sjálfir arðs af auðlindum sínum. Að mati ráðuneytisins verður ekki horft framhjá því hversu stórt landsvæði er um að ræða sem félagið hyggst kaupa, eða 30.639 hektarar, og að engin fordæmi eru fyrir því að jafnstórt landsvæði á Íslandi hafi verið fært undir erlend yfirráð. Telur ráðuneytið það ekki samrýmanlegt tilgangi og markmiði laga nr. 19/1966 að ráðherra veiti leyfi til þess að víkja frá skilyrðum 1. mgr. 1. gr. laganna þegar um jafnstórt svæði er að ræða. Einnig ber að hafa í huga að ákvæðið setur fyrir því ströng skilyrði að hlutafélög megi öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir íslenskum fasteignum og er ljóst að umrætt félag uppfyllir ekkert þeirra. Telur ráðuneytið því að í máli þessu séu aðstæður með þeim hætti að ef leyfi væri veitt til undanþágu frá lögunum væri vikið svo langt frá þeirri meginreglu sem 1. mgr. 1. gr. mælir fyrir um, að ekki sé réttlætanlegt. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að ekki þyki ástæða til fyrir innanríkisráðherra að veita Beijing Zhongkun Investment Group leyfi til að víkja frá skilyrðum 4. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna og kaupa 72,19% eignarhlut í óskiptri heildareign jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum. Er beiðni félagsins þar að lútandi því hafnað. Jarðakaup útlendinga Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði við blaðamenn að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt og að ef ráðuneytið hefði fallist á undfanþáguna hefði það í reynd haft í för með sér að lögin sem um ræðir hefðu verið felld úr gildi. Þá sagði Ögmundur ennfremur að ef hann samþykkti umsóknina hefði ráðuneytið þurft að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Þá segir í tilkynningu frá ráðuneytinu að stærð jarðarinnar sem Huang vildi kaupa hefði einnig haft áhrif. Hér fyrir neðan má svo lesa fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.Ákvörðun vegna erindis um jarðakaup Innanríkisráðuneytið hefur svarað beiðni Beijing Zhongkun Investment Group frá 31. ágúst um að veitt verði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum, alls 30.639 hektara landsvæði. Vegna umfjöllunar um málið vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi. Um heimild til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi er nánar fjallað í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966 með síðari breytingum. Í samræmi við 4. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna er félagi þar sem enginn félaga ber fulla ábyrgð á skuldum félagsins eða stofnun óheimilt að eignast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum hér á landi nema félagið eða stofnunin eigi heimilisfang og varnarþing á Íslandi og allir stjórnendur séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. fimm ár. Í hlutafélögum skulu 4/5 hlutar hlutafjár vera eign íslenskra ríkisborgara og íslenskir ríkisborgarar fara með meirihluta atkvæða á hluthafafundum. Í þessu felst nánar að sé þess óskað að hlutafélag fái að eignast fasteign hér á landi, og það fellur ekki undir undantekningarákvæði 1. tölul. eða 2. tölul. 4. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966, þarf það að uppfylla eftirtalin fjögur skilyrði laganna til að svo geti orðið: 1. Félagið skal eiga heimilisfang og varnarþing á Íslandi. 2. Allir stjórnendur félagsins skulu vera íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi í a.m.k. fimm ár. 3. 4/5 hlutar hlutafjár félagsins skulu vera í eigu íslenskra ríkisborgara. 4. Íslenskir ríkisborgarar skulu fara með meirihluta atkvæða á hluthafafundum. Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966 getur innanríkisráðherra, svo sem fyrr greinir, veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum 1. mgr. 1. gr. laganna ef annars þykir ástæða til. Er hér um að ræða undanþáguákvæði sem ber samkvæmt almennum lögskýringarreglum að túlka þröngt. Telur ráðuneytið mikilvægt að við beitingu þess sé litið til markmiðs laga nr. 19/1966 og forvera þeirra, samnefndra laga nr. 63/1919, en af lögskýringargögnum verður ráðið að talið hafi verið að takmarkanir útlendinga til þess að öðlast réttindi yfir fasteignum á Íslandi væru nauðsynlegar til þess að standa vörð um sjálfstæði eða fullveldi landsins og möguleika Íslendinga til að njóta sjálfir arðs af auðlindum sínum. Að mati ráðuneytisins verður ekki horft framhjá því hversu stórt landsvæði er um að ræða sem félagið hyggst kaupa, eða 30.639 hektarar, og að engin fordæmi eru fyrir því að jafnstórt landsvæði á Íslandi hafi verið fært undir erlend yfirráð. Telur ráðuneytið það ekki samrýmanlegt tilgangi og markmiði laga nr. 19/1966 að ráðherra veiti leyfi til þess að víkja frá skilyrðum 1. mgr. 1. gr. laganna þegar um jafnstórt svæði er að ræða. Einnig ber að hafa í huga að ákvæðið setur fyrir því ströng skilyrði að hlutafélög megi öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir íslenskum fasteignum og er ljóst að umrætt félag uppfyllir ekkert þeirra. Telur ráðuneytið því að í máli þessu séu aðstæður með þeim hætti að ef leyfi væri veitt til undanþágu frá lögunum væri vikið svo langt frá þeirri meginreglu sem 1. mgr. 1. gr. mælir fyrir um, að ekki sé réttlætanlegt. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að ekki þyki ástæða til fyrir innanríkisráðherra að veita Beijing Zhongkun Investment Group leyfi til að víkja frá skilyrðum 4. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna og kaupa 72,19% eignarhlut í óskiptri heildareign jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum. Er beiðni félagsins þar að lútandi því hafnað.
Jarðakaup útlendinga Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira