Golf

Keppnisdagskrá GSÍ 2012 | á hvaða völlum verður keppt?

Íslandsmótið í höggleik fer fram á Strandavelli á Hellu.
Íslandsmótið í höggleik fer fram á Strandavelli á Hellu. golf.is
Mótahald Golfsambands Íslands verður að venju viðamikið á næsta sumri en drög að keppnisdagskrá liggja nú fyrir. Íslandsmótið í höggleik fer fram á Strandavelli á Hellu en GHR fagnar 60 ára afmæli sínu á næsta ári. Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram á Kiðjabergsvelli en hér fyrir neðan má sjá keppnisdagskrá GSÍ eins og hún lítur út þessa stundina.

Eimskipsmótaröðin, stigamótaröð GSÍ:

Mót 1: Hólmsvöllur í Leiru, 25.-27. maí

Mót 2: Vestmannaeyjarvöllur, 9.-10. júní.

Mót 3: Leirdalsvöllur, GKG, 22.-24. júní. (Íslandsmót í holukeppni)

Mót 4: Strandavöllur, Hella, 26.-29. júlí

Mót 5: Kiðjabergsvöllur, 17.19. ágúst

Mót 6: Grafarholtsvöllur, Reykjavík 1.-2. sept.

KPMG bikarinn: Leirdalsvöllur, 7.-8. sept.

(Liðakeppni, landsbyggðin gegn Reykjavíkurúrvali)

Íslandsmót 35+, Vestmannaeyjar 19.-21. júlí.

Íslandsmót eldri kylfinga, Hólmsvöllur Leiru, 2.-4. ágúst.

Samkvæmt drögunum þá verða sveitakeppnirnar 10.-12. ágúst á eftirtöldum völlum:

1. deild: GS, Hólmsvöllur í Leiru:

2. deild GB, Hamarsvöllur í Borgarnesi:

3. deild GÖ, Öndverðarnesvöllur, Grímsnesi

4. deild GHG, Gufudalsvöllur, Hveragerði.

5. deild GKV, Víkurvöllur Vík.

1. deild kvenna GKJ, Hliðarvöllur Mosfellsbæ

2. deild kvenna GL, Garðavöllur Akranesi



Arionbankamótaröð unglinga, stigamótaröð GSÍ:

Mót 1: Garðavöllur Akranesi

Mót 2: Þverárvöllur Hellishólar

Mót 3: Korpúlfstaðarvöllur, Reykjavík

Mót 4: Kiðjaberg, Grímsnesi (Íslandsmót í höggleik)

Mót 5: Hlíðarvöllur, Mosfellsbæ (Íslandsmót í holukeppni)

Mót 6: Urriðavöllur, Oddur.

Sveitakeppni unglinga fer fram á eftirtöldum völlum 17.-19. ágúst:

Drengir 15 ára og yngri: Jaðarsvöllur, Akureyri.

Piltar 16-18 ára: Hellishólar.

Stúlkur 15 ára og yngri: Þorlákshöfn.

Stúlkur 18 ára og yngri: Þórlákshöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×