Kvóti í Bíldsfellinu Karl Lúðvíksson skrifar 7. desember 2011 10:54 Kvóti hefur verið settur á í Bíldsfelli fyrir sumarið 2012 Mynd af www.svfr.is Fyrir sumarið 2012 hefur verið settur rúmur kvóti á svæðum SVFR í Soginu. Hann er nú sex laxar á hvern stangardag fram til 1. september. Eftir þann tíma er kvóti tveir laxar á stöng á dag. Eins og liggur í augum uppi þegar skoðuð er meðalveiði í Soginu, þá hefur þessi rúmi kvóti áhrif á fæsta veiðimenn. Hins vegar hafa komið upp dæmi í seinni tíð þar sem að veiðin hefur verið mjög mikil yfir miðsumarið í Soginu, og sérstaklega eftir að netaleigan hófst niður við Selfoss. Hafa sést miklir öfgar í veiðitölum á milli daga þegar göngur renna sér inn í Sogið, þá sérstaklega í Bíldsfelli. Þess má geta að eftir sem áður má sleppa veiddum laxi eftir að kvóta er náð. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði
Fyrir sumarið 2012 hefur verið settur rúmur kvóti á svæðum SVFR í Soginu. Hann er nú sex laxar á hvern stangardag fram til 1. september. Eftir þann tíma er kvóti tveir laxar á stöng á dag. Eins og liggur í augum uppi þegar skoðuð er meðalveiði í Soginu, þá hefur þessi rúmi kvóti áhrif á fæsta veiðimenn. Hins vegar hafa komið upp dæmi í seinni tíð þar sem að veiðin hefur verið mjög mikil yfir miðsumarið í Soginu, og sérstaklega eftir að netaleigan hófst niður við Selfoss. Hafa sést miklir öfgar í veiðitölum á milli daga þegar göngur renna sér inn í Sogið, þá sérstaklega í Bíldsfelli. Þess má geta að eftir sem áður má sleppa veiddum laxi eftir að kvóta er náð. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði