Bjóða miða á starfsmannakjörum - 5000 krónur báðar leiðir auk skatta 4. desember 2011 16:30 Iceland Express hefur ákveðið að bjóða 4.576 flugmiða á svokölluðum starfsmannakjörum til almennings. Miðarnir fara í sölu á hádegi á morgun en um er að ræða ferðir nú í desember. Í tilkynningu frá félaginu segir að með tilkomu nýrra Airbus A320 flugvéla hafi sætaframboð félagsins aukist miðað við fyrri flugflota um tæplega fimm þúsund sæti í desembermánuði. „Á sama tíma og skipt er um flugvélar er fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að ljúka og stendur það nú vel til að mæta vaxandi samkeppni í farþegaflugi til og frá landinu. Þá hefur ný yfirstjórn félagsins stokkað upp í rekstri þess og áætlunum," segir ennfremur. „Af þessu tilefni býður Iceland Express viðskiptavinum sínum og öðrum landsmönnum að kaupa 4.576 flugmiða, eða sem nemur aukasætum vegna stærri flugvéla í öllum ferðum félagsins í desember, á starfsmannakjörum. Aðeins eru þá greiddar 2.475 krónur hvora leið fyrir flugfarið auk flugvallarskatta. Með þessu vill félagið gefa fólki tækifæri til að kynnast þeim frábæra flugvélakosti sem Iceland Express býr nú yfir. Tilboðið gildir í tólf klukkustundir, frá hádegi mánudaginn 5. desember til miðnættis. Hægt er að nálgast miðana á vefsíðu félagsins eða í nýjum höfuðstöðvum þess í Ármúla 7." Þá segir ennfremur að Airbus flugvélar CSA flugfélagsins séu yngstu farþegaflugvélarnar í áætlunarflugi til og frá Íslandi. „Þær taka 180 farþega en Boeing flugvélarnar sem áður voru mest notaðar í Evrópuflugi félagsins tóku 148 farþega. Þannig hefur sætaframboð aukist í hverri ferð um 32 sæti. Ákveðið hefur verið að bjóða þessi sæti á sömu kjörum og starfsfólki félagsins bjóðast sem svokallaðir frímiðar. Þetta er lægsta fargjald sem almenningi á Íslandi hefur nokkurn tíma boðist og reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær" verður höfð að leiðarljósi við sölu sætanna," segir ennfremur. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Iceland Express hefur ákveðið að bjóða 4.576 flugmiða á svokölluðum starfsmannakjörum til almennings. Miðarnir fara í sölu á hádegi á morgun en um er að ræða ferðir nú í desember. Í tilkynningu frá félaginu segir að með tilkomu nýrra Airbus A320 flugvéla hafi sætaframboð félagsins aukist miðað við fyrri flugflota um tæplega fimm þúsund sæti í desembermánuði. „Á sama tíma og skipt er um flugvélar er fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að ljúka og stendur það nú vel til að mæta vaxandi samkeppni í farþegaflugi til og frá landinu. Þá hefur ný yfirstjórn félagsins stokkað upp í rekstri þess og áætlunum," segir ennfremur. „Af þessu tilefni býður Iceland Express viðskiptavinum sínum og öðrum landsmönnum að kaupa 4.576 flugmiða, eða sem nemur aukasætum vegna stærri flugvéla í öllum ferðum félagsins í desember, á starfsmannakjörum. Aðeins eru þá greiddar 2.475 krónur hvora leið fyrir flugfarið auk flugvallarskatta. Með þessu vill félagið gefa fólki tækifæri til að kynnast þeim frábæra flugvélakosti sem Iceland Express býr nú yfir. Tilboðið gildir í tólf klukkustundir, frá hádegi mánudaginn 5. desember til miðnættis. Hægt er að nálgast miðana á vefsíðu félagsins eða í nýjum höfuðstöðvum þess í Ármúla 7." Þá segir ennfremur að Airbus flugvélar CSA flugfélagsins séu yngstu farþegaflugvélarnar í áætlunarflugi til og frá Íslandi. „Þær taka 180 farþega en Boeing flugvélarnar sem áður voru mest notaðar í Evrópuflugi félagsins tóku 148 farþega. Þannig hefur sætaframboð aukist í hverri ferð um 32 sæti. Ákveðið hefur verið að bjóða þessi sæti á sömu kjörum og starfsfólki félagsins bjóðast sem svokallaðir frímiðar. Þetta er lægsta fargjald sem almenningi á Íslandi hefur nokkurn tíma boðist og reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær" verður höfð að leiðarljósi við sölu sætanna," segir ennfremur.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira