Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingar vilja hætta við málið Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2011 18:30 Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. Hart var tekist á um málið á þingsflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir styður tillöguna og hefur legið undir nokkurri gagnrýni þingflokksfélaga sinna fyrir vikið. Þá hefur fréttastofan jafnframt heimildir fyrir því að bæði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, íhugi að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja já, en þeir tveir hafa myndað eins konar bandalag í þingflokknum ásamt Guðfríði Lilju. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í Klinkinu í dag en hann greiddi atkvæði gegn málshöfðun á hendur Geir á sínum tíma. Hann segir málið mjög sérkennilegt og að það hafi komið inn á þingið eins og þrum úr heiðskýru lofti. Aðspurður segist hann ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann styðji málið komi það fyrir þingið. En kemst málið á dagskrá? Það er algjörlega óvíst. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vilja trúa því að menn haldi því frá þingsalnum. Hann segir að stuðningur sé við málið úr fleiri en einum flokki og að í báðum stjórnarflokkum séu menn sem vilji sjá það fram ganga. Bjarni segir að málið sé alls ekki unnið í samráði við Geir Haarde. Hann hafi hinsvegar greint honum frá því að það yrði lagt fram. Samkvæmt athugun fréttastofu styðja að kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillöguna en þeir vilja þó ekki koma fram undir nafni.Hver eru réttaráhrifin? En hver eru réttaráhrif þess að Alþingi samþykkir að fella málið niður? Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, baðst undan viðtali í dag. Aðspurð sagði hún ekki liggja fyrir hver réttaráhrifin yrðu en hún sagðist vilja bíða og sjá hvort þingsályktunin næði fram að ganga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði saksóknari bundinn af ákvörðun Alþingis enda var það Alþingi sem hóf málshöfðun með atkvæðagreiðslu á síðasta ári. Hún þyrfti hins vegar sjálf að taka slíka ákvörðun enda getur löggjafinn ekki gefið henni bindandi fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mjög ólíklegt að málið komist á dagskrá þingsins en það ræðst þó af samkomulagi formanna flokkanna. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sagði að málið væri liður í spunastríði Sjálfstæðismanna og snérist eingöngu um að finna veikan punkt á ríkisstjórnarsamstarfinu en ekki hagsmuni Geirs Haarde. Hvorki Geir sjálfur né Andri Árnason, verjandi hans, vilja tjá sig um efni þingsályktunartillögunnar. Landsdómur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. Hart var tekist á um málið á þingsflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir styður tillöguna og hefur legið undir nokkurri gagnrýni þingflokksfélaga sinna fyrir vikið. Þá hefur fréttastofan jafnframt heimildir fyrir því að bæði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, íhugi að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja já, en þeir tveir hafa myndað eins konar bandalag í þingflokknum ásamt Guðfríði Lilju. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í Klinkinu í dag en hann greiddi atkvæði gegn málshöfðun á hendur Geir á sínum tíma. Hann segir málið mjög sérkennilegt og að það hafi komið inn á þingið eins og þrum úr heiðskýru lofti. Aðspurður segist hann ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann styðji málið komi það fyrir þingið. En kemst málið á dagskrá? Það er algjörlega óvíst. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vilja trúa því að menn haldi því frá þingsalnum. Hann segir að stuðningur sé við málið úr fleiri en einum flokki og að í báðum stjórnarflokkum séu menn sem vilji sjá það fram ganga. Bjarni segir að málið sé alls ekki unnið í samráði við Geir Haarde. Hann hafi hinsvegar greint honum frá því að það yrði lagt fram. Samkvæmt athugun fréttastofu styðja að kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillöguna en þeir vilja þó ekki koma fram undir nafni.Hver eru réttaráhrifin? En hver eru réttaráhrif þess að Alþingi samþykkir að fella málið niður? Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, baðst undan viðtali í dag. Aðspurð sagði hún ekki liggja fyrir hver réttaráhrifin yrðu en hún sagðist vilja bíða og sjá hvort þingsályktunin næði fram að ganga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði saksóknari bundinn af ákvörðun Alþingis enda var það Alþingi sem hóf málshöfðun með atkvæðagreiðslu á síðasta ári. Hún þyrfti hins vegar sjálf að taka slíka ákvörðun enda getur löggjafinn ekki gefið henni bindandi fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mjög ólíklegt að málið komist á dagskrá þingsins en það ræðst þó af samkomulagi formanna flokkanna. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sagði að málið væri liður í spunastríði Sjálfstæðismanna og snérist eingöngu um að finna veikan punkt á ríkisstjórnarsamstarfinu en ekki hagsmuni Geirs Haarde. Hvorki Geir sjálfur né Andri Árnason, verjandi hans, vilja tjá sig um efni þingsályktunartillögunnar.
Landsdómur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira