Þingmenn á Alþingi hafa rætt þá hugmynd sín á milli í dag að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, gerir málið að umtalsefni á fésbókarsíðu sinni "Heyrst hefur að hér í þinginu sé að koma fram tillaga um að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka!,“ segir hún.
Málið mun hafa verið rætt í þingflokkum í dag og búast má við frekari umræðum innan flokka í kvöld. Við segjum betur frá þessu máli þegar frekari fréttir berast.
