Körfubolti

Haukakonur unnu KR aftur og nú í DHl-höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Haukakonur unnu tólf stiga sigur á KR, 70-58, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld og hafa þar með unnið báða leiki sína á móti KR-konum í vetur. Liðin mætast síðan í 16 liða úrslitum bikarsins í byrjun janúar. Haukar eru nú aðeins tveimur stigum á eftir KR og með betri árangur í innbyrðisleikjum.

Hope Elam skoraði 20 stig fyrir Hauka en besti maður liðsins var hin unga Margrét Rósa Hálfdanardóttir með 16 stig. Jence Ann Rhoads var með 10 stig og 9 stoðsendingar, Sigrún Ámundadóttir skoraði 17 stig fyrir KR og Margrét Kara Sturludóttir var með 12 stig.

KR-konur byrjuðu leikinn ágætlega og voru 13-7 yfir þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af fyrsta leikhlutanum. Haukaliðiðm skoraði átta síðustu stig leikhlutans, vann annan leiklutann 26-13 og var því með fimmtán stiga forskot í hálfleik, 41-26.

KR-konur fengu góð ráð í hálfleik og komu sér aftur inn í leikinn með því að vinna annan leikhlutann 21-13 og minnka muninn í sjö stig, 47-54, fyrir lokaleikhlutann.

KR-liðið náði að munnka muninn í fjögur stig, 56-60, þegar sex og hálf mínúta var eftir en Haukar unnu lokakafla leiksins 10-2 og tryggðu sér glæsilega sigu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×