Körfubolti

Hrafn: Stjarnfræðilega lélegur fyrri hálfleikur hjá okkur

Stefán Árni Pálsson skrifar

„Ég er alveg hundfúll en það má segja að við höfum lagt grunninn af þessu tapi með stjarnfræðilega lélegum fyrri hálfleik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-ingar náðu sér aldrei á strik gegn Hamar í kvöld en leiknum lauk með öruggum sigri Hamars 54-65.

„Við náum í raun aldrei neinu flæði í sóknarleik okkar og erum allan leikinn að reyna finna taktinn.“

„Það var mögulega einhverskonar spennufall í gangi hjá mínu liði eftir sigurinn á þeim á laugardaginn en það á hreinlega ekki að gerast,“ sagði Hrafn.

„Við réðum ekkert við bandaríska leikmanninn þeirra og Hamarsstelpurnar náðu að halda haus allan leikinn. Það er okkar stíll að spila hraðann körfubolta en það gekk ekki í kvöld en Hamar hafði ákveðnar lausnir á leik okkar.“

„Hamarsliðið á mikið hrós skilið fyrir frammistöðuna í kvöld og þær áttu sigurinn skilið. Ég var samt sem áður nokkuð ánægður með varnarleikinn hjá okkur en stelpurnar voru að ná að stoppa sóknaraðgerðir Hamars á köflum,“ sagði Hrafn Kristjánsson frekar daufur í bragði eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×