Fimmtíu þúsund undirskriftir gætu haft áhrif á afstöðu Bjarna 6. febrúar 2011 13:08 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjetur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert upp við sig hvort Icesave-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að vissulega hefði það áhrif á afstöðu sína ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir líkt og með fyrri samning. Þingmenn og fyrrum ráðherrar flokksins vilja að þjóðin eigi síðasta orðið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins styður Icesavesamninginn en sú afstaða hefur sætt nokkurri gagnrýni innan flokksins. Á opnum fundi sem haldinn var í Valhöll í gær var mörgum fundarmönnum tíðrætt um að réttast væri að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar málið fór síðast fyrir þjóðina var efnahagslegt sjálfstæði okkar í húfi, mér finnst það ekki eiga við núna. Þá voru langir undirskriftarlistar sem lágu fyrir, fimmtíu þúsund manns að ég held og þá var málið líka umdeilt í þinginu og lengstu umræður í þingsögunni fóru fram," segir Bjarni og tekur fram að hann hafi ekki útilokað það hvort að málið fari til þjóðarinnar. Einhverjir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og undir það tekur Björn Bjarnason fyrrum ráðherra flokksins. Hann segir á heimasíðu sinni að meginrökin séu þau að málið sé nú í höndum þingsins af því að þjóðin vísaði því þangað í atkvæaðgreiðslu, þetta eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin. En hvað með afstöðu Indfence-hópsins,sem styður ekki núverandi samning. Hefði það áhrif á afstöðu Bjarna ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir? „Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif en það er mikill munur á umsögn Indefencehópsins á þessum samningi og þeim fyrri. Þeir geta ekki hlaupið frá þeirri umsögn sem þeir skiluðu inn til þingsins, þar gerðu þeir aðeins áskilnað um einn fyrirvara. Það mátti ekkert skilja það öðruvísi en að þeir myndu styðja samninginn ef sú tillaga næði fram að ganga. Sú breytingartillaga snérist um að sett yrði inn í lög að tiltekinn lagaskilningur um meðferð þrotabúsins myndi ráða för. Ég tel hinsvegar fullnægjandi að íslenskum dómstólum verði falið að meta hvaða reglur íslensk lög geyma með sér um það efni." Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert upp við sig hvort Icesave-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að vissulega hefði það áhrif á afstöðu sína ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir líkt og með fyrri samning. Þingmenn og fyrrum ráðherrar flokksins vilja að þjóðin eigi síðasta orðið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins styður Icesavesamninginn en sú afstaða hefur sætt nokkurri gagnrýni innan flokksins. Á opnum fundi sem haldinn var í Valhöll í gær var mörgum fundarmönnum tíðrætt um að réttast væri að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar málið fór síðast fyrir þjóðina var efnahagslegt sjálfstæði okkar í húfi, mér finnst það ekki eiga við núna. Þá voru langir undirskriftarlistar sem lágu fyrir, fimmtíu þúsund manns að ég held og þá var málið líka umdeilt í þinginu og lengstu umræður í þingsögunni fóru fram," segir Bjarni og tekur fram að hann hafi ekki útilokað það hvort að málið fari til þjóðarinnar. Einhverjir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og undir það tekur Björn Bjarnason fyrrum ráðherra flokksins. Hann segir á heimasíðu sinni að meginrökin séu þau að málið sé nú í höndum þingsins af því að þjóðin vísaði því þangað í atkvæaðgreiðslu, þetta eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin. En hvað með afstöðu Indfence-hópsins,sem styður ekki núverandi samning. Hefði það áhrif á afstöðu Bjarna ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir? „Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif en það er mikill munur á umsögn Indefencehópsins á þessum samningi og þeim fyrri. Þeir geta ekki hlaupið frá þeirri umsögn sem þeir skiluðu inn til þingsins, þar gerðu þeir aðeins áskilnað um einn fyrirvara. Það mátti ekkert skilja það öðruvísi en að þeir myndu styðja samninginn ef sú tillaga næði fram að ganga. Sú breytingartillaga snérist um að sett yrði inn í lög að tiltekinn lagaskilningur um meðferð þrotabúsins myndi ráða för. Ég tel hinsvegar fullnægjandi að íslenskum dómstólum verði falið að meta hvaða reglur íslensk lög geyma með sér um það efni."
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira