Sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd vilja samþykkja Icesave 2. febrúar 2011 14:41 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis hafa lagt fram nefndarálit sitt vegna Icesave-frumvarpsins. Meginniðurstaða þeirra er að leggja til að frumvarpið verði samþykkt. Umræða um málið er að hefjast á Alþingi. Fyrir hönd Sjálfstæðsiflokks sitja í fjárlaganefnd þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Mat þeirra er að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka þessu máli á grundvelli þeirra samningsdraga sem nú liggja fyrir. Í tilkynningu frá umræddum fulltrúum segir meðal annars: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt á það áherslu að leitað yrði pólitískrar lausnar á þessu deilumáli. Í því fólst að því aðeins yrði gengið til samninga að þeir væru að viðunandi fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Með það í huga stóð flokkurinn að viðræðum nýrrar viðræðunefndar, þar sem stjórnarandstaðan á Alþingi átti fulltrúa. Krafan var að tekist yrði á við málið með nýjum hætti. Miðað við þær forsendur sem við höfum nú, er ljóst að samningsniðurstaðan í Icesave-málinu er allt önnur og mun hagstæðari en sú sem ríkisstjórnin gerði að lögum í árslok 2009. Sú samningsskuldbinding sem þá lá á borðinu nam tæpum 500 milljörðum króna. Nú er álitið að samningsskuldbindingin geti numið innan við 1/10 af þeirri upphæð, eða um 47 milljörðum króna. Verði þróunin á eignasafni Landsbankans áfram hagstæð, eins og verið hefur undanfarið ár, mun þessi fjárhæð lækka enn frekar. " Icesave Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis hafa lagt fram nefndarálit sitt vegna Icesave-frumvarpsins. Meginniðurstaða þeirra er að leggja til að frumvarpið verði samþykkt. Umræða um málið er að hefjast á Alþingi. Fyrir hönd Sjálfstæðsiflokks sitja í fjárlaganefnd þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Mat þeirra er að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka þessu máli á grundvelli þeirra samningsdraga sem nú liggja fyrir. Í tilkynningu frá umræddum fulltrúum segir meðal annars: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt á það áherslu að leitað yrði pólitískrar lausnar á þessu deilumáli. Í því fólst að því aðeins yrði gengið til samninga að þeir væru að viðunandi fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Með það í huga stóð flokkurinn að viðræðum nýrrar viðræðunefndar, þar sem stjórnarandstaðan á Alþingi átti fulltrúa. Krafan var að tekist yrði á við málið með nýjum hætti. Miðað við þær forsendur sem við höfum nú, er ljóst að samningsniðurstaðan í Icesave-málinu er allt önnur og mun hagstæðari en sú sem ríkisstjórnin gerði að lögum í árslok 2009. Sú samningsskuldbinding sem þá lá á borðinu nam tæpum 500 milljörðum króna. Nú er álitið að samningsskuldbindingin geti numið innan við 1/10 af þeirri upphæð, eða um 47 milljörðum króna. Verði þróunin á eignasafni Landsbankans áfram hagstæð, eins og verið hefur undanfarið ár, mun þessi fjárhæð lækka enn frekar. "
Icesave Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira