Körfubolti

Birnulausar Keflavíkurstelpur töpuðu á móti Grindavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Þór Ólafsson stýrði Grindavíkurliðinu til sigurs í Keflavík í kvöld.
Jóhann Þór Ólafsson stýrði Grindavíkurliðinu til sigurs í Keflavík í kvöld.
Grindavík vann óvæntan tólf stiga sigur í Keflavík, 71-59, í Iceland Express deild kvenna í kvöld en fyrir leikinn munaði átján stigum og fimm sætum á þessum liðum. Þetta var aðeins annað tap Keflavíkurliðsins á tímabilinu.

Grindavíkurliðið byrjaði betur og var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 19-18. Grindavíkurstelpurnar fóru síðan á kostum í öðrum leikhluta sem þær unnu 25-9 og voru þar með 17 stigum yfir í hálfleik, 44-27.

Keflavík náði að minnka muninn í tíu stig, 47-57, fyrir lokaleikhlutann en Grindavíkurliðið hélt úr í fjórða leikhlutanum og fagnaði mjög óvæntum sigri.

Keflavík saknaði Birnu Valgarðsdóttur í þessum leik en Jacquline Adamshick var í algjört sérflokki með 34 stig og 10 fráköst. Næst stigahæsti leikmaður Keflavíkurliðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, skoraði aðeins 8 stig.

Crystal Ann Boyd skoraði 29 stig fyrir Grindavík, Berglind Anna Magnúsdóttir var með 12 stig og 8 fráköst og Helga Hallgrímsdóttir bætti við 10 stigum og 11 fráköstum.

Keflavík-Grindavík 59-71 (27-44)

Stig Keflavíkur: Jacquline  Adamshick 34 (10 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 8, Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Hrund Jóhannsdóttir 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Eva Rós Guðmundsdóttir 1

Stig Grindavíkur: Crystal Ann Boyd 29, Berglind Anna Magnúsdóttir 12, Helga Hallgrímsdóttir 10 (11 frák.), Agnija  Reke 9, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 8, Alexandra Marý Hauksdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×