Þarft aðhald Steinunn Stefánsdóttir skrifar 14. janúar 2011 10:58 Það er auðvelt að ímynda sér bjargarleysi útlendings, illa talandi og skiljandi tungu heimamanna sem þarf að berjast fyrir rétti sínum. Í því tilviki að barátta stendur milli heimamanns annars vegar og útlendings hins vegar verður misvægið sem í þeim aðstöðumun liggur til að auka enn á erfiðleika útlendingsins.Útgáfa bæklingsins Réttur þinn sem inniheldur upplýsingar sem máli skipta fyrir erlendar konur á Íslandi er því mikilsvert framtak og auðvitað löngu tímabært. Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum auk íslensku og hann geymir meðal annars upplýsingar um íslenskt samfélag og réttarkerfi, um jafnrétti kynja, dvalarleyfi, hjónabönd, skilnað, forsjármál, umgengnismál og fjármál. Þá má finna í bæklingnum upplýsingar um það hvert er hægt að leita til að afla frekari aðstoðar og upplýsinga. Það er afar mikilvægt að sem flestar erlendar konur sem hér eiga heima fái bæklinginn í hendur svo þær megi hafa skýrari mynd af rétti sínum.Á fréttum sem sagðar hafa verið í kjölfar útkomu bæklingsins má glöggt sjá hversu tilfinnanlegur skorturinn hefur verið á því að þessi hópur kvenna hefði nægilega vitneskju um stöðu sína og réttindi. Fram hefur komið að bæði hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna og lögmanni, sem hefur annast mörg mál kvenna af erlendum uppruna, að dæmi séu um að konur hafi verið blekktar til að afsala sér ýmsum réttindum þar á meðal forsjá barna sinna. Þá séu einnig dæmi þess að konur af erlendum uppruna hafi skrifað upp á skuldaviðurkenningar fyrir eiginmenn sína án þess að vita undir hvað þær væru að skrifa.Þarna er ábyrgð þeirra opinberu stofnana sem fyrir konunum verða, ekki síst sýslumannsembættanna, gríðarleg. Þessar stofnanir verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að liðsinna fólki sem vegna skorts á málskilningi stendur höllum fæti gagnvart gagnaðila sínum. Ljóst er að allmisjafnt er hversu vel opinberar stofnanir á Íslandi hafa staðið undir þessari ábyrgð.Því ber að fagna og einnig þakka skjót viðbrögð Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fréttaflutningnum. Í bréfi sem sent var úr ráðuneytinu í vikunni óskar hann eftir upplýsingum frá sýslumannsembættunum um fyrirkomulag varðandi túlkaþjónustu þegar einstaklingur af erlendum uppruna, sem ekki getur átt samskipti við embættin vegna tungumálsins, er aðili máls sem er til meðferðar hjá sýslumanni. Þá óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um það hvort þess hafi verið gætt þegar erlendum einstaklingi hefur verið gert að útvega sér sjálfur túlk, að ekki hafi verið um að ræða gagnaðila í því máli sem fyrir embættinu liggur, þ.e. eins og sagt hefur verið frá að dæmi séu um að íslenskur eiginmaður hefur tekið að sér að túlka fyrir erlenda eiginkonu sína í skilnaðarmáli viðkomandi. Loks er í bréfi ráðherrans vísað í stjórnsýslulög þar sem kveður á um að stjórnvald sjái til þess að mál sem fyrir því liggur sé nægilega upplýst og beðið um sérstakan rökstuðning telji sýslumannsembætti sig ekki bera skyldu til að veita túlkaþjónustu á þessum forsendum.Það er mikils um vert að veita sýslumannsembættum landsins virkt aðhald á þessu sviði. Bréf innanríkisráðherrans sýnir eindreginn vilja ráðuneytisins til að veita það aðhald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun
Það er auðvelt að ímynda sér bjargarleysi útlendings, illa talandi og skiljandi tungu heimamanna sem þarf að berjast fyrir rétti sínum. Í því tilviki að barátta stendur milli heimamanns annars vegar og útlendings hins vegar verður misvægið sem í þeim aðstöðumun liggur til að auka enn á erfiðleika útlendingsins.Útgáfa bæklingsins Réttur þinn sem inniheldur upplýsingar sem máli skipta fyrir erlendar konur á Íslandi er því mikilsvert framtak og auðvitað löngu tímabært. Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum auk íslensku og hann geymir meðal annars upplýsingar um íslenskt samfélag og réttarkerfi, um jafnrétti kynja, dvalarleyfi, hjónabönd, skilnað, forsjármál, umgengnismál og fjármál. Þá má finna í bæklingnum upplýsingar um það hvert er hægt að leita til að afla frekari aðstoðar og upplýsinga. Það er afar mikilvægt að sem flestar erlendar konur sem hér eiga heima fái bæklinginn í hendur svo þær megi hafa skýrari mynd af rétti sínum.Á fréttum sem sagðar hafa verið í kjölfar útkomu bæklingsins má glöggt sjá hversu tilfinnanlegur skorturinn hefur verið á því að þessi hópur kvenna hefði nægilega vitneskju um stöðu sína og réttindi. Fram hefur komið að bæði hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna og lögmanni, sem hefur annast mörg mál kvenna af erlendum uppruna, að dæmi séu um að konur hafi verið blekktar til að afsala sér ýmsum réttindum þar á meðal forsjá barna sinna. Þá séu einnig dæmi þess að konur af erlendum uppruna hafi skrifað upp á skuldaviðurkenningar fyrir eiginmenn sína án þess að vita undir hvað þær væru að skrifa.Þarna er ábyrgð þeirra opinberu stofnana sem fyrir konunum verða, ekki síst sýslumannsembættanna, gríðarleg. Þessar stofnanir verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að liðsinna fólki sem vegna skorts á málskilningi stendur höllum fæti gagnvart gagnaðila sínum. Ljóst er að allmisjafnt er hversu vel opinberar stofnanir á Íslandi hafa staðið undir þessari ábyrgð.Því ber að fagna og einnig þakka skjót viðbrögð Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fréttaflutningnum. Í bréfi sem sent var úr ráðuneytinu í vikunni óskar hann eftir upplýsingum frá sýslumannsembættunum um fyrirkomulag varðandi túlkaþjónustu þegar einstaklingur af erlendum uppruna, sem ekki getur átt samskipti við embættin vegna tungumálsins, er aðili máls sem er til meðferðar hjá sýslumanni. Þá óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um það hvort þess hafi verið gætt þegar erlendum einstaklingi hefur verið gert að útvega sér sjálfur túlk, að ekki hafi verið um að ræða gagnaðila í því máli sem fyrir embættinu liggur, þ.e. eins og sagt hefur verið frá að dæmi séu um að íslenskur eiginmaður hefur tekið að sér að túlka fyrir erlenda eiginkonu sína í skilnaðarmáli viðkomandi. Loks er í bréfi ráðherrans vísað í stjórnsýslulög þar sem kveður á um að stjórnvald sjái til þess að mál sem fyrir því liggur sé nægilega upplýst og beðið um sérstakan rökstuðning telji sýslumannsembætti sig ekki bera skyldu til að veita túlkaþjónustu á þessum forsendum.Það er mikils um vert að veita sýslumannsembættum landsins virkt aðhald á þessu sviði. Bréf innanríkisráðherrans sýnir eindreginn vilja ráðuneytisins til að veita það aðhald.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun