Körfubolti

NBA: Boston tapaði gegn Houston

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rondo og félagar áttu ekki góðan leik í gær.
Rondo og félagar áttu ekki góðan leik í gær.

Það var róleg nótt í NBA-deildinni enda fóru aðeins þrír leikir fram. Boston mátti þá þola tap á heimavelli gegn Houston en það kom nokkuð á óvart.

Sérstaklega í ljósi þess að Houston var búið að tapa fimm leikjum í röð áður en liðið mætti Garðinn. Aaron Brooks fór fyrir liði gestanna og skoraði 24 stig og gaf 5 stoðsendingar. Annars vart liðsheildin sterk og sjö leikmenn skoruðu yfir 10 stig.

Þetta var annar tapleikur Boston í roð. Ray Allen og MArquis Daniels voru stigahæstir með 19 stig hjá heimamönnum.

"Við vorum ekki tilbúnir. Í heildina var þetta líklega versti varnarleikur liðsins í þrjú eða fjögur ár," sagði hundfúll þjálfari Boston Celtics, Doc Rivers.

Úrslit næturinnar:

Charlotte-Memphis  96-82

Boston-Houston  102-108

Chicago-Detroit  95-82

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×