Sport

Keflavík hafði betur gegn KR í spennuleik

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Margrét Kara skoraði 21 stig fyrir KR í kvöld.
Margrét Kara skoraði 21 stig fyrir KR í kvöld.
Fjórir leikir fóru fram í kvöld í Iceland Express deild kvenna. Deildinni hefur nú verið skipt upp í tvo riðla og var leikið í fyrsta sinn með hinu nýja leikfyrirkomulagi í kvöld.

Í A-riðli mættust Keflavík og KR í hörkuleik og höfðu heimastúlkur í Keflavík betur, 79-75 í spennandi leik. Jacquline Adamshick var stigahæst í liði Keflavíkur en hún skoraði 35 stig og tók 15 fráköst. Hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 21 stig.

Hamar tók á móti Haukum á heimavelli sínum og vann góðan sigur, 71-62. Slavica Dimovska skoraði 18 stig fyrir Hamar og Kristrún Sigurjónsdóttir var með 17 stig. Í liði Hauka var Kathleen Snodgrass með 25 stig.

Í B-riðli var nágrannaslagur hjá Njarðvík og Grindavík. Heimastúlkur fór með sigur 70-65 og skoraði Shayla Fields 23 stig fyrir Njarðvík og Julia Demirer 22 stig. Hjá Grindavík skoraði Helga Hallgrímsdóttir 21 stig.

Snæfell hafði betur gegn Fjölni í spennandi leik, 76-72. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 25 stig fyrir Snæfell og Laura Audere með 22 stig. Natasha Harris skoraði 37 stig fyrir Fjölni.

Leiknir verða sex leikir, heima og að heiman, gegn öllum liðum sem saman eru í riðli en að því loknu hafa öll lið leikið 20 leiki. Efstu tvö úr A-riðli fara í undanúrslit en næstu tvö í A-riðli leika um tvo laus sæti í undanúrslitum gegn efstu tveim í B-riðli.

Leikir kvöldsins:

A-riðill:

Hamar 71-62 Haukar

Keflavík 79-75 KR

B-riðill:

Njarðvík 70-65 Grindavík

Snæfell 76-72 Fjölnir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×