Dögg óttast að vera vanhæf 6. febrúar 2011 18:34 Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður hefur sent forseta Landsdóms bréf þar sem hún bendir á vanhæfi sitt til að sitja í Landsdómi. Hún segir ákvörðun sína ekki tengjast fréttum af fjármálastöðu sinni heldur tengsla við Geir H. Haarde. Þetta staðfesti Dögg í samtali við fréttastofu í dag. Í yfirlýsingu frá Dögg, sem er hæstaréttarlögmaður, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og ein af þeim átta sem útnefnd voru til að sitja í Landsdómi segir: „Vegna frétta um að líklegt sé að Landsdómur komi saman á næstunni get ég upplýst að ég hef ritað forseta Landsdóms, Ingibjörgu Benediktsdóttur forseta Hæstaréttar, bréf þar sem ég vek athygli á því að ég hef gegnt vara-þingmannsstörfum í tvígang í fjarveru Geirs H. Haarde fv. forsætisráðherra. Í því ljósi þurfi Landsdómur að taka afstöðu til hæfis míns til setu í dómnum vegna máls þess sem Alþingi ákvað sl. haust að höfðað skyldi gegn honum," segir Dögg. Nokkuð hefur verið fjallað um bága fjárhagsstöðu Daggar. Einkahlutafélag hennar var dæmt til að greiða Sögu Kapital 300 milljónir vegna viðskipta með stofnfjárbréf í Sparisjóði Reykjavíkur. Í nóvember s.l. dæmdi Hæstiréttur svo Dögg til að greiða 31 milljóna króna til tveggja verktaka sem unnið höfðu fyrir hana. Á föstudaginn greindi Fréttatíminn frá því að þegar kom að skuldadögum hafi verktakarnir komið að tómum kofa þar sem Dögg var komin í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Dögg segist ekki tjá sig í fjölmiðlum um einkahagi sína. Sú ákvörðun að benda á eigið vanhæfi til að taka sæti í landsdómi tengist ekki þeim málum heldur þeirri staðreynd að nú sé landsdómur í fyrsta skipti að koma saman. Landsdómur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður hefur sent forseta Landsdóms bréf þar sem hún bendir á vanhæfi sitt til að sitja í Landsdómi. Hún segir ákvörðun sína ekki tengjast fréttum af fjármálastöðu sinni heldur tengsla við Geir H. Haarde. Þetta staðfesti Dögg í samtali við fréttastofu í dag. Í yfirlýsingu frá Dögg, sem er hæstaréttarlögmaður, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og ein af þeim átta sem útnefnd voru til að sitja í Landsdómi segir: „Vegna frétta um að líklegt sé að Landsdómur komi saman á næstunni get ég upplýst að ég hef ritað forseta Landsdóms, Ingibjörgu Benediktsdóttur forseta Hæstaréttar, bréf þar sem ég vek athygli á því að ég hef gegnt vara-þingmannsstörfum í tvígang í fjarveru Geirs H. Haarde fv. forsætisráðherra. Í því ljósi þurfi Landsdómur að taka afstöðu til hæfis míns til setu í dómnum vegna máls þess sem Alþingi ákvað sl. haust að höfðað skyldi gegn honum," segir Dögg. Nokkuð hefur verið fjallað um bága fjárhagsstöðu Daggar. Einkahlutafélag hennar var dæmt til að greiða Sögu Kapital 300 milljónir vegna viðskipta með stofnfjárbréf í Sparisjóði Reykjavíkur. Í nóvember s.l. dæmdi Hæstiréttur svo Dögg til að greiða 31 milljóna króna til tveggja verktaka sem unnið höfðu fyrir hana. Á föstudaginn greindi Fréttatíminn frá því að þegar kom að skuldadögum hafi verktakarnir komið að tómum kofa þar sem Dögg var komin í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Dögg segist ekki tjá sig í fjölmiðlum um einkahagi sína. Sú ákvörðun að benda á eigið vanhæfi til að taka sæti í landsdómi tengist ekki þeim málum heldur þeirri staðreynd að nú sé landsdómur í fyrsta skipti að koma saman.
Landsdómur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira