Stjórnarráðið opnar ekki pósthólf Geirs 11. febrúar 2011 11:00 Í forsætisráðuneytinu efast menn um heimild saksóknara Alþingis til að leggja hald á gögn.Fréttablaðið/gva Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu," segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. Sigríður óskaði upphaflega eftir því að Þjóðskjalasafn afhenti henni afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs úr gagnasafni rannsóknarnefndar Alþingis, ásamt skýrslum af tugum einstaklinga. Því var hafnað. Sigríður hefur skotið hluta þess máls til héraðsdóms. Þegar í ljós kom að í gagnasafni rannsóknarnefndarinnar var einungis að finna fáein tölvubréf Geirs féll hún frá kröfu um haldlagningu þeirra hjá Þjóðskjalasafni og sneri sér þess í stað til forsætisráðuneytisins. Þaðan óskaði Sigríður eftir rafrænu afriti af öllu pósthólfi Geirs frá þeim tíma sem hann gegndi embætti forsætisráðherra árin 2006 til 2009. Verjandi Geirs andmælti afhendingunni í bréfi til ráðuneytisins. „Þetta getur auðvitað varðað ýmis einkamálefni eins og venja er við rannsóknir mála," útskýrir Sigríður. Slík samskipti eigi hins vegar ekki heima í sakamálinu og með þau yrði því ekkert gert. Fyrir nokkrum dögum barst svar úr ráðuneytinu þar sem segir að það telji sér ekki fært að afhenda gögnin nema fyrir liggi dómsúrskurður í þá veru. Röksemdin er sú að ekki sé ótvírætt að saksóknari Alþingis megi beita lagaákvæðum um haldlagningu í sakamálalögum, þótt í lögum um landsdóm segi að sakamálalögin eigi við þar sem landsdómslögum sleppi. Sjálf segist Sigríður telja augljóst að þessi ákvæði eigi við í hennar rannsókn. „Ég er ekki að segja að þetta sé endilega fráleitt en þetta er ekki niðurstaðan sem maður hefði búist við af þessu stjórnvaldi," segir Sigríður og vísar til þess að málshöfðunin á hendur Geir hafi verið samþykkt af Alþingi. Sigríður hefur ekki ákveðið hvort hún fer með málið lengra strax eða hvort hún bíður niðurstöðu annarra vafamála sem risin eru fyrir dómstólum. Sigríður fór einnig fram á afrit af fundargerðum og minnisblöðum af ríkisstjórnarfundum og hefur fengið heimild til að skoða þau skjöl. stigur@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu," segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. Sigríður óskaði upphaflega eftir því að Þjóðskjalasafn afhenti henni afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs úr gagnasafni rannsóknarnefndar Alþingis, ásamt skýrslum af tugum einstaklinga. Því var hafnað. Sigríður hefur skotið hluta þess máls til héraðsdóms. Þegar í ljós kom að í gagnasafni rannsóknarnefndarinnar var einungis að finna fáein tölvubréf Geirs féll hún frá kröfu um haldlagningu þeirra hjá Þjóðskjalasafni og sneri sér þess í stað til forsætisráðuneytisins. Þaðan óskaði Sigríður eftir rafrænu afriti af öllu pósthólfi Geirs frá þeim tíma sem hann gegndi embætti forsætisráðherra árin 2006 til 2009. Verjandi Geirs andmælti afhendingunni í bréfi til ráðuneytisins. „Þetta getur auðvitað varðað ýmis einkamálefni eins og venja er við rannsóknir mála," útskýrir Sigríður. Slík samskipti eigi hins vegar ekki heima í sakamálinu og með þau yrði því ekkert gert. Fyrir nokkrum dögum barst svar úr ráðuneytinu þar sem segir að það telji sér ekki fært að afhenda gögnin nema fyrir liggi dómsúrskurður í þá veru. Röksemdin er sú að ekki sé ótvírætt að saksóknari Alþingis megi beita lagaákvæðum um haldlagningu í sakamálalögum, þótt í lögum um landsdóm segi að sakamálalögin eigi við þar sem landsdómslögum sleppi. Sjálf segist Sigríður telja augljóst að þessi ákvæði eigi við í hennar rannsókn. „Ég er ekki að segja að þetta sé endilega fráleitt en þetta er ekki niðurstaðan sem maður hefði búist við af þessu stjórnvaldi," segir Sigríður og vísar til þess að málshöfðunin á hendur Geir hafi verið samþykkt af Alþingi. Sigríður hefur ekki ákveðið hvort hún fer með málið lengra strax eða hvort hún bíður niðurstöðu annarra vafamála sem risin eru fyrir dómstólum. Sigríður fór einnig fram á afrit af fundargerðum og minnisblöðum af ríkisstjórnarfundum og hefur fengið heimild til að skoða þau skjöl. stigur@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira