Körfubolti

NBA í nótt: Enn tapar Cleveland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kendrick Perkins stígur hér léttan dans með Samardo Samuels, leikmann Cleveland.
Kendrick Perkins stígur hér léttan dans með Samardo Samuels, leikmann Cleveland. Mynd/AP
Cleveland tapaði í nótt sínum átjánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn fyrir Boston, 112-95.

Kendrick Perkins lék með Boston á nýjan leik eftir meiðsli og náði að skora sjö stig og taka sex fráköst á sextán mínútum.

Þessi lið mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar í úrslitakeppninni í vor og þá féll Cleveland úr leik og LeBron James fór til Miami. Síðan þá hefur allt gengið á afturfótunum hjá liðinu.

Cleveland var í fyrra lengi vel með bestan árangur allra liða í deildinni en nú er liðið með þann allra versta. Liðið hefur tapað 27 af síðustu 28 leikjum sínum í deildinni.

Perkins missti alls af 43 leikjum með Boston en hann sleit á sínum tíma krossband í hné. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston og Ray Allen átján.

JJ Hickson var með tólf stig og sautján fráköst fyrir Cleveland.

Denver vann Washington, 120-109. Carmelo Anthony skoraði 23 stig og þeir Nene og Al Harrington 21 hvor.

Dallas vann LA Clippers, 112-105. Jason Terry skoraði 28 stig og JJ Barea 25.

Charlotte vann Sacramento, 94-89. Stephen Jackson skoraði 21 stig og Kwame Brown var með alls átján fráköst í leiknum fyrir Charlotte.

LA Lakers vann Utah, 120-91. Kobe Bryant skoraði 21 stig í þriðja leikhluta og sá til þess að Utah tapaði sínum fimmta leik í röð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×