Milljarða skattsvik norskra útvegsmanna 17. mars 2011 07:00 Fiskveiðar Norsk skattayfirvöld hafa flett ofan af stórfelldum efnahagsbrotum sjávarútvegsfyrirtækja þar í landi. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.Fréttablaðið/Jón Sigurður Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna. Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar. Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna. Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd. „Á margan hátt eru slík brot þó ástæða þess að við herðum eftirlitið,“ segir hún en bætir við að það komi henni þó á óvart hversu mikið skipulag virðist liggja á bak við brotin. Þau eigi sér stað bæði í veiðum og við sölu fisks. „Við höfum séð ákveðna tilhneigingu í þá átt að samband er milli aðila milli landa þar sem takmarkið er að fela gróða eða eignarhald, eða að einhver geri öðrum greiða þannig að fjármunir eru hvítþvegnir. Þess vegna verðum við að vera í reglulegu sambandi við stjórnvöld í öðrum löndum.“ Hún bætir því við að sífellt færist í vöxt að sjávarútvegsfyrirtæki komi fjármunum fyrir í skattaskjólum. Alvarlegri málin sem komu í ljós í rannsókninni verða send lögreglu en minniháttar mál verða afgreidd sem skattamál. Reidar Nilsen, formaður norsku sjómannasamtakanna, sem einnig eru fagsamtök sjávarútvegsfyrirtækja, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að skattayfirvöld kasti með þessu rýrð á allan iðnaðinn. Aðalritari samtakanna, Jan Skjærvø, tekur undir það í pistli á vef samtakanna og segir að umfjöllun fjölmiðla sé ósanngjörn þar sem flest það sem fyrirtækin séu sökuð um snúist um túlkunaratriði á skattalöggjöf. Svipuð mál hafa komið upp hér á landi að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra, sem segir að á annan tug mála sem tengjast sjávarútvegi séu til rannsóknar hjá embættinu. „Við höfum verið að rannsaka mál og varðar hluti þeirra ætluð undanskot á leigutekjum vegna aflaheimilda, en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sambærilegt [við niðurstöðurnar í Noregi] eða almennt hér á landi.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna. Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar. Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna. Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd. „Á margan hátt eru slík brot þó ástæða þess að við herðum eftirlitið,“ segir hún en bætir við að það komi henni þó á óvart hversu mikið skipulag virðist liggja á bak við brotin. Þau eigi sér stað bæði í veiðum og við sölu fisks. „Við höfum séð ákveðna tilhneigingu í þá átt að samband er milli aðila milli landa þar sem takmarkið er að fela gróða eða eignarhald, eða að einhver geri öðrum greiða þannig að fjármunir eru hvítþvegnir. Þess vegna verðum við að vera í reglulegu sambandi við stjórnvöld í öðrum löndum.“ Hún bætir því við að sífellt færist í vöxt að sjávarútvegsfyrirtæki komi fjármunum fyrir í skattaskjólum. Alvarlegri málin sem komu í ljós í rannsókninni verða send lögreglu en minniháttar mál verða afgreidd sem skattamál. Reidar Nilsen, formaður norsku sjómannasamtakanna, sem einnig eru fagsamtök sjávarútvegsfyrirtækja, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að skattayfirvöld kasti með þessu rýrð á allan iðnaðinn. Aðalritari samtakanna, Jan Skjærvø, tekur undir það í pistli á vef samtakanna og segir að umfjöllun fjölmiðla sé ósanngjörn þar sem flest það sem fyrirtækin séu sökuð um snúist um túlkunaratriði á skattalöggjöf. Svipuð mál hafa komið upp hér á landi að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra, sem segir að á annan tug mála sem tengjast sjávarútvegi séu til rannsóknar hjá embættinu. „Við höfum verið að rannsaka mál og varðar hluti þeirra ætluð undanskot á leigutekjum vegna aflaheimilda, en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sambærilegt [við niðurstöðurnar í Noregi] eða almennt hér á landi.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira