Fréttaskýring: Í verri stöðu ef málið tapast fyrir dómi 21. febrúar 2011 16:00 Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið. Stefán Már var einn fjögurra lögfræðinga sem skiluðu álitsgerð um Icesave-samninginn í byrjun janúar á þessu ári að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Lögfræðingarnir fjórir voru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Í álitsgerðinni kemur fram að ef Icesave-deilunni verði ekki lokið með samkomulagi er mögulegt að Bretar og Hollendingar muni höfða mál gegn Íslendingum. Þeir muni þá meðal annars halda því fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Þessi málsókn yrði sennilega reist á því að íslenska ríkið hafi ekki fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt Evróputilskipun og að þeir hefðu mismunað innstæðueigendum. Bretar og Hollendingar myndu að öllum líkindum miða mál sitt við alla þá fjárhæð sem þeir innleystu en ekki einungis við rúmlega 20 þúsund evrur á hvern innstæðueiganda. Fram kemur í álitinu að nái ítrustu kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga fyrir dómstólum er núverandi Icesave-samningur mun hagstæðari. Að sögn Stefáns Más munu Bretar og Hollendingar þurfa að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Ekki sé þó hægt að útiloka að þeir muni reyna að sækja málið ytra. Í álitinu er talið að ESA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Stefán Már segir það slæmt fyrir Íslendinga ef ESA vinni málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hafi Íslendingar í stað þess að vera með samning í höndunum verið dæmdir fyrir brot á öðrum samningi. Í álitinu er jafnframt talið líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel aðrar þjóðir, muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hafi birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Óljóst sé hversu umfangsmiklar aðgerðirnar geta orðið eða hve lengi þær munu standa. Þetta gæti valdið Íslandi tjóni þótt ekki sé lagt mat á eðli eða umfang þess. Í álitsgerðinni segir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu þeir að þá fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dómsmálið gæti dregist á langinn með samsvarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Það geti einnig haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem eiga í hlut. Stefán Már hefur ítrekað bent á að hann telji að Íslendingar geti unnið málið fyrir dómstólum. Óvissa fylgi því hins vegar að fara með málið þangað. „Það eru betri lögfræðingar en ég sem telja að við getum tapað málinu," segir hann. Stefán Már bendir þó einnig á að ákveðin óvissa fylgi núverandi Icesave-samningi – eitthvað sem hann hefði viljað vera laus við. kristjan@frettabladid.is Icesave Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið. Stefán Már var einn fjögurra lögfræðinga sem skiluðu álitsgerð um Icesave-samninginn í byrjun janúar á þessu ári að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Lögfræðingarnir fjórir voru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Í álitsgerðinni kemur fram að ef Icesave-deilunni verði ekki lokið með samkomulagi er mögulegt að Bretar og Hollendingar muni höfða mál gegn Íslendingum. Þeir muni þá meðal annars halda því fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Þessi málsókn yrði sennilega reist á því að íslenska ríkið hafi ekki fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt Evróputilskipun og að þeir hefðu mismunað innstæðueigendum. Bretar og Hollendingar myndu að öllum líkindum miða mál sitt við alla þá fjárhæð sem þeir innleystu en ekki einungis við rúmlega 20 þúsund evrur á hvern innstæðueiganda. Fram kemur í álitinu að nái ítrustu kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga fyrir dómstólum er núverandi Icesave-samningur mun hagstæðari. Að sögn Stefáns Más munu Bretar og Hollendingar þurfa að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Ekki sé þó hægt að útiloka að þeir muni reyna að sækja málið ytra. Í álitinu er talið að ESA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Stefán Már segir það slæmt fyrir Íslendinga ef ESA vinni málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hafi Íslendingar í stað þess að vera með samning í höndunum verið dæmdir fyrir brot á öðrum samningi. Í álitinu er jafnframt talið líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel aðrar þjóðir, muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hafi birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Óljóst sé hversu umfangsmiklar aðgerðirnar geta orðið eða hve lengi þær munu standa. Þetta gæti valdið Íslandi tjóni þótt ekki sé lagt mat á eðli eða umfang þess. Í álitsgerðinni segir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu þeir að þá fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dómsmálið gæti dregist á langinn með samsvarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Það geti einnig haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem eiga í hlut. Stefán Már hefur ítrekað bent á að hann telji að Íslendingar geti unnið málið fyrir dómstólum. Óvissa fylgi því hins vegar að fara með málið þangað. „Það eru betri lögfræðingar en ég sem telja að við getum tapað málinu," segir hann. Stefán Már bendir þó einnig á að ákveðin óvissa fylgi núverandi Icesave-samningi – eitthvað sem hann hefði viljað vera laus við. kristjan@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira