Ballið á Bessastöðum: Snotur lítil leikhúsplata Trausti Júlíusson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Ballið á Bessastöðum. Tónlist Ballið á Bessastöðum Tónlist úr leikriti Snotur lítil leikhúsplata Á þessari plötu eru níu lög eftir Braga Valdimar Skúlason við texta eftir Gerði Kristnýju og Braga. Þau eru hluti af leiksýningunni Ballið á Bessastöðum sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Bragi Valdimar er rómaður textahöfundur en hann er alltaf að sýna það betur og betur að hann er líka liðtækur lagasmiður. Hann sló í gegn með eftirminnilegum hætti á plötunni Diskóeyjunni í fyrra og þó að það vanti töluvert upp á að Ballið nái sömu hæðum og Eyjan er þetta samt ágæt leikhúspoppplata og lagasmíðarnar alls ekki slæmar. Platan er unnin í poppverksmiðju Kidda og Memfismafíunnar, sem tryggir flottan hljóm og fyrsta flokks hljóðfæraleik. Útsetningarnar eru nokkuð fjölbreyttar. Poppið fær á sig reggíblæ í titillaginu og annars staðar má heyra diskó, kántrí og fleiri tilbrigði. Eins og eðlilegt er við leikhústónlist af þessu tagi eru raddirnar hátt mixaðar þannig að textarnir komist vel til skila. Leikarar sýningarinnar sjá um sönginn að mestu og skila honum ágætlega, en Sigurður Guðmundsson syngur Fagrar litlar diskókýr og Valdimar (úr samnefndri sveit) og Sigríður Thorlacius syngja Söng bráðkvadda bakarans. Lögin níu fylgja svo án söngs, sem er vel til fundið því þau virka ekki síður vel þannig. Á heildina litið snotrasta poppplata. Niðurstaða: Fín leikhúspoppplata úr verksmiðju Memfismafíunnar. Lífið Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist Ballið á Bessastöðum Tónlist úr leikriti Snotur lítil leikhúsplata Á þessari plötu eru níu lög eftir Braga Valdimar Skúlason við texta eftir Gerði Kristnýju og Braga. Þau eru hluti af leiksýningunni Ballið á Bessastöðum sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Bragi Valdimar er rómaður textahöfundur en hann er alltaf að sýna það betur og betur að hann er líka liðtækur lagasmiður. Hann sló í gegn með eftirminnilegum hætti á plötunni Diskóeyjunni í fyrra og þó að það vanti töluvert upp á að Ballið nái sömu hæðum og Eyjan er þetta samt ágæt leikhúspoppplata og lagasmíðarnar alls ekki slæmar. Platan er unnin í poppverksmiðju Kidda og Memfismafíunnar, sem tryggir flottan hljóm og fyrsta flokks hljóðfæraleik. Útsetningarnar eru nokkuð fjölbreyttar. Poppið fær á sig reggíblæ í titillaginu og annars staðar má heyra diskó, kántrí og fleiri tilbrigði. Eins og eðlilegt er við leikhústónlist af þessu tagi eru raddirnar hátt mixaðar þannig að textarnir komist vel til skila. Leikarar sýningarinnar sjá um sönginn að mestu og skila honum ágætlega, en Sigurður Guðmundsson syngur Fagrar litlar diskókýr og Valdimar (úr samnefndri sveit) og Sigríður Thorlacius syngja Söng bráðkvadda bakarans. Lögin níu fylgja svo án söngs, sem er vel til fundið því þau virka ekki síður vel þannig. Á heildina litið snotrasta poppplata. Niðurstaða: Fín leikhúspoppplata úr verksmiðju Memfismafíunnar.
Lífið Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira