Icesave snýr stjórnlagaþingi 23. febrúar 2011 07:00 Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar. Á föstudag var meirihluti nefndarinnar eindregið þeirrar skoðunar að legga bæri til að fram færi uppkosning – að kosið yrði á ný á milli þeirra sem buðu sig fram í kosningunni í nóvember – þótt fulltrúi Vinstri grænna hefði haft fyrirvara á vegna kostnaðar. Ákvörðun forseta á sunnudag varð til þess að meirihluti nefndarinnar lítur ekki lengur á uppkosningu sem vænlegan kost. Ómögulegt sé að reka tvenns konar kosningabaráttu samtímis, það er að fjalla um kosti og galla Icesave-laganna og framboð til stjórnlagaþings. Meðal þess fyrsta sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu eftir að ákvörðun forseta lá fyrir var að hugsanlega bæri að kjósa til stjórnlagaþings samhliða Icesave. Sú yfirlýsing kom stjórnlagaþingsnefndinni á óvart og þykja, samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við nefndarmenn, óheppileg inngrip í störf hennar. En hvað sem þeim líður virðist meirihluti nefndarinnar þeirrar skoðunar að í ljósi aðstæðna beri að leggja til við þing og ríkisstjórn að skipað verði stjórnlagaráð til að fjalla um breytingar á stjórnarskrá. Reynt verður að ná sátt um málið á fundi stjórnlagaþingsnefndarinnar klukkan fimm í dag. Ef það tekst ekki verður málið afgreitt í ágreiningi á fimmtudag. Nefndin er einungis ráðgefandi og það er Alþingis að taka ákvörðun um afdrif málsins. Færi svo að Alþingi ákvæði að kosið skyldi að nýju til stjórnlagaþings stæði eftir að ákveða hvenær. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagt borðleggjandi að gera það samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að stjórnarliðar telji það nú hæpinn möguleika, ekki síst vegna harðrar andstöðu sjálfstæðismanna við þá hugmynd, sem kom meðal annars skýrt í ljós á Alþingi í gær. Til að kjósa á ný til stjórnlagaþings þyrfti að breyta lögum um stjórnlagaþing frá í fyrrasumar. Stjórnarliðar óttast að sjálfstæðismenn myndu tefja þá lagabreytingu nógu lengi til að hún tækist ekki í tíma.- bþs, sh Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar. Á föstudag var meirihluti nefndarinnar eindregið þeirrar skoðunar að legga bæri til að fram færi uppkosning – að kosið yrði á ný á milli þeirra sem buðu sig fram í kosningunni í nóvember – þótt fulltrúi Vinstri grænna hefði haft fyrirvara á vegna kostnaðar. Ákvörðun forseta á sunnudag varð til þess að meirihluti nefndarinnar lítur ekki lengur á uppkosningu sem vænlegan kost. Ómögulegt sé að reka tvenns konar kosningabaráttu samtímis, það er að fjalla um kosti og galla Icesave-laganna og framboð til stjórnlagaþings. Meðal þess fyrsta sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu eftir að ákvörðun forseta lá fyrir var að hugsanlega bæri að kjósa til stjórnlagaþings samhliða Icesave. Sú yfirlýsing kom stjórnlagaþingsnefndinni á óvart og þykja, samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við nefndarmenn, óheppileg inngrip í störf hennar. En hvað sem þeim líður virðist meirihluti nefndarinnar þeirrar skoðunar að í ljósi aðstæðna beri að leggja til við þing og ríkisstjórn að skipað verði stjórnlagaráð til að fjalla um breytingar á stjórnarskrá. Reynt verður að ná sátt um málið á fundi stjórnlagaþingsnefndarinnar klukkan fimm í dag. Ef það tekst ekki verður málið afgreitt í ágreiningi á fimmtudag. Nefndin er einungis ráðgefandi og það er Alþingis að taka ákvörðun um afdrif málsins. Færi svo að Alþingi ákvæði að kosið skyldi að nýju til stjórnlagaþings stæði eftir að ákveða hvenær. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagt borðleggjandi að gera það samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að stjórnarliðar telji það nú hæpinn möguleika, ekki síst vegna harðrar andstöðu sjálfstæðismanna við þá hugmynd, sem kom meðal annars skýrt í ljós á Alþingi í gær. Til að kjósa á ný til stjórnlagaþings þyrfti að breyta lögum um stjórnlagaþing frá í fyrrasumar. Stjórnarliðar óttast að sjálfstæðismenn myndu tefja þá lagabreytingu nógu lengi til að hún tækist ekki í tíma.- bþs, sh
Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira