Brotamenn í meðferð og eftirlit sem dugir 23. febrúar 2011 05:30 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn hefðu nýlega verið teknir hér á landi með myndefni af þessu tagi eftir ábendingar frá Interpol og Europol. „Þetta eru einhverjir svívirðilegustu glæpir sem hægt er hugsa sér,“ segir Ögmundur, sem kveðst hafa hlýtt á fyrirlestur Michaels Moran, yfirmanns hjá Interpol, um slík ofbeldisverk gegn börnum, þegar Moran var staddur hér á landi á dögunum. „Hann beindi því til fólks að nota ekki orðið barnaklám vegna þess að athæfið fæli í sér glæpsamlegt atferli og ofbeldi gagnvart nauðugum börnum sem bæri að taka mjög fast á. Slík tilvik hafa komið upp hér á landi. Síðan getur það líka gerst í þessum heimi tölvu og niðurhals að ágengt efni þröngvi sér niður í tölvur einstaklinga þegar þeir eru að niðurhala annað efni. Þar með missir viðkomandi mannorð sitt, þótt hann hafi ekki haft ásetning um að gera það sem hann síðan er sakaður um. Í þessum málum sem öllum öðrum ber okkur því að fara fram af varúð og gæta þess að allar rannsóknir séu sem traustastar. Ella er hætta á að sá sem að ósekju er sakaður um að tengjast slíku efni hafni saklaus á galdrabrennubáli. Slíkt má ekki gerast.“ Ögmundur segir að refsing verði að hafa fælingarmátt. Koma verði í veg fyrir þessi svívirðilegu brot, grípa til ráðstöfunar til varnar börnum og koma brotamönnum í meðferð og eftirlit sem dugi í því skyni.- jss Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn hefðu nýlega verið teknir hér á landi með myndefni af þessu tagi eftir ábendingar frá Interpol og Europol. „Þetta eru einhverjir svívirðilegustu glæpir sem hægt er hugsa sér,“ segir Ögmundur, sem kveðst hafa hlýtt á fyrirlestur Michaels Moran, yfirmanns hjá Interpol, um slík ofbeldisverk gegn börnum, þegar Moran var staddur hér á landi á dögunum. „Hann beindi því til fólks að nota ekki orðið barnaklám vegna þess að athæfið fæli í sér glæpsamlegt atferli og ofbeldi gagnvart nauðugum börnum sem bæri að taka mjög fast á. Slík tilvik hafa komið upp hér á landi. Síðan getur það líka gerst í þessum heimi tölvu og niðurhals að ágengt efni þröngvi sér niður í tölvur einstaklinga þegar þeir eru að niðurhala annað efni. Þar með missir viðkomandi mannorð sitt, þótt hann hafi ekki haft ásetning um að gera það sem hann síðan er sakaður um. Í þessum málum sem öllum öðrum ber okkur því að fara fram af varúð og gæta þess að allar rannsóknir séu sem traustastar. Ella er hætta á að sá sem að ósekju er sakaður um að tengjast slíku efni hafni saklaus á galdrabrennubáli. Slíkt má ekki gerast.“ Ögmundur segir að refsing verði að hafa fælingarmátt. Koma verði í veg fyrir þessi svívirðilegu brot, grípa til ráðstöfunar til varnar börnum og koma brotamönnum í meðferð og eftirlit sem dugi í því skyni.- jss
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira