Jamie Cullum spilar í Hörpunni í júní 26. febrúar 2011 12:45 Breski tónlistarmaðurinn Jamie Cullum kemur fram á tónleikum í Hörpunni 23. júní næstkomandi. Cullum verður þar með fyrsta erlenda poppstjarnan sem kemur fram í tónlistarhúsinu við höfnina. Jamie Cullum hefur um nokkurt skeið verið með vinsælustu tónlistarmönnum Breta. Hann er í grunninn djasstónlistarmaður en hefur tekist að brúa bilið á milli djassins og popptónlistar. Þannig hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury og unnið með tónlistarmönnum á borð við Kylie Minogue og Burt Bacharach. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmynd Clints Eastwood, Gran Torino. Jamie Cullum er kvæntur fyrrum fyrirsætunni Sophie Dahl og eiga þau von á fyrsta barni sínu í vor. Það er Þorsteinn Stephensen sem stendur að tónleikum Cullums undir merkjum Hr. Örlygs. „Með tilkomu Hörpunnar komumst við á nýtt plan. Þarna er komið tækifæri til að halda nýja tegund af tónleikum; sitjandi tónleikum með gæðalistamönnum. Þessir tónleikar eru fyrsta skrefið í því," segir Þorsteinn sem hefur verið búsettur á Spáni síðustu átta árin. Hann hefur lítið látið fyrir sér fara síðan hann hætti skipulagningu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fyrir rúmu ári. „Það hefur verið rólegt yfir tónleikahaldi og verður það kannski áfram. En það hlýtur að fara að lifna yfir landanum," segir Þorsteinn sem útilokar ekki að fleiri tónlistarmenn spili á Íslandi á hans vegum á árinu. Miðasala á tónleikana hefst 10. mars næstkomandi.-hdm Hér fyrir ofan má sjá myndband Jamie Cullum við lagið I'm All Over It. Golden Globes Lífið Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Jamie Cullum kemur fram á tónleikum í Hörpunni 23. júní næstkomandi. Cullum verður þar með fyrsta erlenda poppstjarnan sem kemur fram í tónlistarhúsinu við höfnina. Jamie Cullum hefur um nokkurt skeið verið með vinsælustu tónlistarmönnum Breta. Hann er í grunninn djasstónlistarmaður en hefur tekist að brúa bilið á milli djassins og popptónlistar. Þannig hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury og unnið með tónlistarmönnum á borð við Kylie Minogue og Burt Bacharach. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmynd Clints Eastwood, Gran Torino. Jamie Cullum er kvæntur fyrrum fyrirsætunni Sophie Dahl og eiga þau von á fyrsta barni sínu í vor. Það er Þorsteinn Stephensen sem stendur að tónleikum Cullums undir merkjum Hr. Örlygs. „Með tilkomu Hörpunnar komumst við á nýtt plan. Þarna er komið tækifæri til að halda nýja tegund af tónleikum; sitjandi tónleikum með gæðalistamönnum. Þessir tónleikar eru fyrsta skrefið í því," segir Þorsteinn sem hefur verið búsettur á Spáni síðustu átta árin. Hann hefur lítið látið fyrir sér fara síðan hann hætti skipulagningu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fyrir rúmu ári. „Það hefur verið rólegt yfir tónleikahaldi og verður það kannski áfram. En það hlýtur að fara að lifna yfir landanum," segir Þorsteinn sem útilokar ekki að fleiri tónlistarmenn spili á Íslandi á hans vegum á árinu. Miðasala á tónleikana hefst 10. mars næstkomandi.-hdm Hér fyrir ofan má sjá myndband Jamie Cullum við lagið I'm All Over It.
Golden Globes Lífið Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira