Fréttaskýring: Land þrýstist upp en ekki til hliðar 12. mars 2011 21:30 Dr. Benedikt Halldórsson Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. „Rætt er um að skjálftinn hafi verið 8,9 að stærð,“ segir Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. „Þegar skjálftar eru komnir í þessa stærð þá eru það orðnir svokallaðir risaskjálftar.“ Benedikt bendir á að orkan sem leysist úr læðingi aukist þrjátíufalt með hverri heilli stærð á Richter-skala. „Það er því níuhundruð sinnum meiri orka í skjálfta upp á 8,9 en í skjálfta upp á 6,9,“ segir hann og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir að stærstu skjálftar sem verði hér á landi verði stærri en sjö á Richter. Suðurlandsskjálftinn árið 2008 var 6,3 á Richter. Þá bendir Benedikt á að hér verða stærstu skjálftarnir á svokölluðum þvergengjum, þar sem land færist til hliðar eftir brotalínu, en skjálftinn undan strönd Japans hafi átt sér stað á svokölluðu sökkbelti. „Þar gengur Kyrrahafsflekinn undir Japan og landið ýtist upp á skilunum.“ Risaskjálftar þar sem einn fleki gengur undir annan standa líka lengur yfir en skjálftar sem hér þekkjast. „Svona skjálfti tekur kannski eina til tvær mínútur, meðan meginhreyfingarnar í skjálftanum hér 2008 tóku fjórar til fimm sekúndur.“ Þeim mun lengri tíma sem skjálftinn tekur þeim mun meira álag verður á mannvirki. Benedikt segir að auk þess séu líkur á tjóni stærðargráðum meiri en hér, einfaldlega sökum mannfjölda. Þó sé öll hönnun húsa í Japan afar vel úr garði gerð. „Það sem gerir þennan skjálfta einstakan er hversu stór hann er og hversu nálægt hann er gríðarlega þéttbýlu svæði,“ segir Benedikt og bendir á að um 10 þúsund manns hafi verið á aðaláhrifasvæði Suðurlandsskjálftans 2008, en á áhrifasvæði skjálftanna í Japan í gær sú 30 milljónir manna. - óká Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. „Rætt er um að skjálftinn hafi verið 8,9 að stærð,“ segir Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. „Þegar skjálftar eru komnir í þessa stærð þá eru það orðnir svokallaðir risaskjálftar.“ Benedikt bendir á að orkan sem leysist úr læðingi aukist þrjátíufalt með hverri heilli stærð á Richter-skala. „Það er því níuhundruð sinnum meiri orka í skjálfta upp á 8,9 en í skjálfta upp á 6,9,“ segir hann og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir að stærstu skjálftar sem verði hér á landi verði stærri en sjö á Richter. Suðurlandsskjálftinn árið 2008 var 6,3 á Richter. Þá bendir Benedikt á að hér verða stærstu skjálftarnir á svokölluðum þvergengjum, þar sem land færist til hliðar eftir brotalínu, en skjálftinn undan strönd Japans hafi átt sér stað á svokölluðu sökkbelti. „Þar gengur Kyrrahafsflekinn undir Japan og landið ýtist upp á skilunum.“ Risaskjálftar þar sem einn fleki gengur undir annan standa líka lengur yfir en skjálftar sem hér þekkjast. „Svona skjálfti tekur kannski eina til tvær mínútur, meðan meginhreyfingarnar í skjálftanum hér 2008 tóku fjórar til fimm sekúndur.“ Þeim mun lengri tíma sem skjálftinn tekur þeim mun meira álag verður á mannvirki. Benedikt segir að auk þess séu líkur á tjóni stærðargráðum meiri en hér, einfaldlega sökum mannfjölda. Þó sé öll hönnun húsa í Japan afar vel úr garði gerð. „Það sem gerir þennan skjálfta einstakan er hversu stór hann er og hversu nálægt hann er gríðarlega þéttbýlu svæði,“ segir Benedikt og bendir á að um 10 þúsund manns hafi verið á aðaláhrifasvæði Suðurlandsskjálftans 2008, en á áhrifasvæði skjálftanna í Japan í gær sú 30 milljónir manna. - óká
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira