Klíkustríð kostar þrjú líf í Kaupmannahöfn 15. mars 2011 06:00 Ofbeldishrina Fjölmörg mál tengd deilum glæpahópa hafa komið til kasta lögreglu að undanförnu. Þrír hafa látið lífið á innan við viku. Magnús Sveinn Jónsson Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum uppruna. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin. Síðasta atvikið var þegar 19 ára piltur lést af sárum sínum aðfaranótt mánudags, en hann varð fyrir skoti á götu úti í Norðurbrú á sunnudagskvöld. Þrír menn stukku út úr bifreið í Blågårdsgade og hleyptu af skotum á hóp manna. Hinn látni, sem er danskur ríkisborgari af innflytjendaættum, fékk skot í bakið, en aðra sakaði ekki. Hin tvö tilvikin voru þar sem 24 ára íraskur maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjánshöfn á laugardag og á fimmtudag lést 19 ára Sómali í skotárás í Husum-hverfinu þar sem tveir aðrir særðust, þó ekki lífshættulega. Morðið á sunnudagskvöld var fimmta skotárásin í Kaupmannahöfn og nágrenni á einni viku og hefur lögreglan eflt mjög viðbúnað sinn síðustu daga. Mennirnir sem létust voru ekki þekktir glæpamenn, þótt þeir hafi verið viðloðandi glæpagengi. Sérfræðingar í málum tengdum þessum hópum segja að líklegast séu bæði fórnarlömbin og gerendur undirmenn í klíkunum. Alls óvíst er þó að árásirnar tengist og óljóst er um hvað deilurnar snúast. „Ég held meira að segja að þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvað málið snýst um," segir Knud Hvass, yfirmaður glæpagengjadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla. Hann segir að ekkert bendi til þess að mótorhjólagengi líkt og Vítisenglar séu viðriðin þessi mál. „Þetta eru innflytjendagengin sem eru að berjast innbyrðis." Að sögn Magnúsar Sveins Jónssonar, námsmanns sem hefur verið búsettur í borginni síðustu misseri, reyna Íslendingar þar að láta þessi atvik sem minnst á sig fá. „Maður heyrir af og til af einhverjum skotárásum en persónulega breytir það litlu fyrir mig. Ég er ekki hræddur úti á kvöldin þótt ég búi niðri í miðbæ." Magnús bætir því þó við að fólk sé ef til vill á varðbergi á ferð um Norðurbrú að kvöldi til. „Ég hef samt aldrei persónulega séð neitt ofbeldi þar og vinir mínir sem búa í því hverfi hafa ekki miklar áhyggjur af þessu. Í mínum huga er þetta bara nokkuð friðsæl borg þótt auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Magnús Sveinn Jónsson Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum uppruna. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin. Síðasta atvikið var þegar 19 ára piltur lést af sárum sínum aðfaranótt mánudags, en hann varð fyrir skoti á götu úti í Norðurbrú á sunnudagskvöld. Þrír menn stukku út úr bifreið í Blågårdsgade og hleyptu af skotum á hóp manna. Hinn látni, sem er danskur ríkisborgari af innflytjendaættum, fékk skot í bakið, en aðra sakaði ekki. Hin tvö tilvikin voru þar sem 24 ára íraskur maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjánshöfn á laugardag og á fimmtudag lést 19 ára Sómali í skotárás í Husum-hverfinu þar sem tveir aðrir særðust, þó ekki lífshættulega. Morðið á sunnudagskvöld var fimmta skotárásin í Kaupmannahöfn og nágrenni á einni viku og hefur lögreglan eflt mjög viðbúnað sinn síðustu daga. Mennirnir sem létust voru ekki þekktir glæpamenn, þótt þeir hafi verið viðloðandi glæpagengi. Sérfræðingar í málum tengdum þessum hópum segja að líklegast séu bæði fórnarlömbin og gerendur undirmenn í klíkunum. Alls óvíst er þó að árásirnar tengist og óljóst er um hvað deilurnar snúast. „Ég held meira að segja að þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvað málið snýst um," segir Knud Hvass, yfirmaður glæpagengjadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla. Hann segir að ekkert bendi til þess að mótorhjólagengi líkt og Vítisenglar séu viðriðin þessi mál. „Þetta eru innflytjendagengin sem eru að berjast innbyrðis." Að sögn Magnúsar Sveins Jónssonar, námsmanns sem hefur verið búsettur í borginni síðustu misseri, reyna Íslendingar þar að láta þessi atvik sem minnst á sig fá. „Maður heyrir af og til af einhverjum skotárásum en persónulega breytir það litlu fyrir mig. Ég er ekki hræddur úti á kvöldin þótt ég búi niðri í miðbæ." Magnús bætir því þó við að fólk sé ef til vill á varðbergi á ferð um Norðurbrú að kvöldi til. „Ég hef samt aldrei persónulega séð neitt ofbeldi þar og vinir mínir sem búa í því hverfi hafa ekki miklar áhyggjur af þessu. Í mínum huga er þetta bara nokkuð friðsæl borg þótt auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira