Ráðuneyti í vanskilum vegna samninga 18. mars 2011 06:30 Innanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem er í vanskilum við Ríkisendurskoðun, sem kallaði eftir öllum þjónustusamningum ráðuneytanna í desember. Samningarnir eru alls 141 talsins og hafa þeir allir skilað sér í hús að undanskildum 16 samningum sem liggja hjá innanríkisráðuneytinu. Ítrekað hefur verið kallað eftir þeim og skilafrestur lengdur. Miðað er við alla núgildandi samninga sem eru í fjárlagafrumvarpinu 2011. Ákveðið var að endurskoða alla samningana í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á þjónustusamningum menntamálaráðuneytisins við Menntaskólann Hraðbraut og félagsmálaráðuneytisins við meðferðarheimilið Árbót. Verið er að ganga úr skugga um að eftirfylgni með fjárlögum ráðuneytanna til hinna ýmsu stofnana sé samkvæmt áætlun. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að sá tími sem liðinn er frá því að Ríkisendurskoðun óskaði fyrst eftir samningunum til endurskoðunar sé orðinn allt of langur. Beiðni til innanríkisráðuneytisins hafi verið ítrekuð en Sveinn segir engar útskýringar hafa borist. „Þetta hefur ekki háð okkur fram að þessu, en nú fer þetta að tefja vinnuna,“ segir Sveinn. „Við gefum mönnum frest og höfum ekki verið með nein læti fram að þessu, en ítrekuðum þetta engu að síður. En við fáum engin viðbrögð.“ Ríkisendurskoðun mun ekki byrja að skoða neina samninga fyrr en innanríkisráðuneytið hefur skilað af sér. Þeir 16 samningar sem ráðuneytið á eftir að skila í hús er meðal annars þjónustusamningur við Þjóðkirkju Íslands, sem hljóðar upp á 1,4 milljarða króna, og við Isavia, upp á 2,8 milljarða. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir töfina fyrst og fremst Ríkisendurskoðun að kenna vegna ónákvæmra fyrirmæla. „Fyrst mátti skilja fyrirspurnina eins og verið væri að biðja um alla samninga sem ráðuneytið hefur gert; eins og við almenna verktaka og Vegagerðina, sem nema hundruðum,“ segir Jóhannes. „En hún var svo umorðuð og það er verið að tína saman upplýsingarnar.“ Hann segir líklegt að samningunum verði skilað inn til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Innanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem er í vanskilum við Ríkisendurskoðun, sem kallaði eftir öllum þjónustusamningum ráðuneytanna í desember. Samningarnir eru alls 141 talsins og hafa þeir allir skilað sér í hús að undanskildum 16 samningum sem liggja hjá innanríkisráðuneytinu. Ítrekað hefur verið kallað eftir þeim og skilafrestur lengdur. Miðað er við alla núgildandi samninga sem eru í fjárlagafrumvarpinu 2011. Ákveðið var að endurskoða alla samningana í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á þjónustusamningum menntamálaráðuneytisins við Menntaskólann Hraðbraut og félagsmálaráðuneytisins við meðferðarheimilið Árbót. Verið er að ganga úr skugga um að eftirfylgni með fjárlögum ráðuneytanna til hinna ýmsu stofnana sé samkvæmt áætlun. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að sá tími sem liðinn er frá því að Ríkisendurskoðun óskaði fyrst eftir samningunum til endurskoðunar sé orðinn allt of langur. Beiðni til innanríkisráðuneytisins hafi verið ítrekuð en Sveinn segir engar útskýringar hafa borist. „Þetta hefur ekki háð okkur fram að þessu, en nú fer þetta að tefja vinnuna,“ segir Sveinn. „Við gefum mönnum frest og höfum ekki verið með nein læti fram að þessu, en ítrekuðum þetta engu að síður. En við fáum engin viðbrögð.“ Ríkisendurskoðun mun ekki byrja að skoða neina samninga fyrr en innanríkisráðuneytið hefur skilað af sér. Þeir 16 samningar sem ráðuneytið á eftir að skila í hús er meðal annars þjónustusamningur við Þjóðkirkju Íslands, sem hljóðar upp á 1,4 milljarða króna, og við Isavia, upp á 2,8 milljarða. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir töfina fyrst og fremst Ríkisendurskoðun að kenna vegna ónákvæmra fyrirmæla. „Fyrst mátti skilja fyrirspurnina eins og verið væri að biðja um alla samninga sem ráðuneytið hefur gert; eins og við almenna verktaka og Vegagerðina, sem nema hundruðum,“ segir Jóhannes. „En hún var svo umorðuð og það er verið að tína saman upplýsingarnar.“ Hann segir líklegt að samningunum verði skilað inn til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira