Draumurinn rættist 18. mars 2011 04:00 Góður dagur Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, og Tryggvi Jón eftir sigurleik liðsins gegn Arsenal á laugardaginn var.Mynd úr einkasafni Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heimavöll uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva. „Tryggvi Jón hefur þráð það heitast í lífi sínu að komast á Old Trafford og nú hefur draumur hans ræst,“ segir Ásta Reynisdóttir, móðir hans. Tryggvi Jón er með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm og er háður hjólastól. Hann hefur misst allan mátt í höndum, hefur örlítinn mátt í fótum, heyrir ekki og sér vart. Að sögn Ástu bar utanförina brátt að og þurfti að fara krókaleiðir til að fá miða á völlinn. Er Ásta þakklát Kristni Halldóri Einarssyni, formanni Blindrafélagsins, og nokkrum styrktaraðilum sem gerðu ferðina mögulega. Fimm voru í föruneyti Tryggva Jóns; foreldrar hans, tveir aðstoðarmenn og Kristinn Halldór. Ásta segir Tryggva Jón hafa setið á besta stað ásamt aðstoðarmanni sem hjálpaði honum að fylgjast með öllu sem fram fór með aðstoð tölvubúnaðar. Sjálf sat hún skammt frá og fylgdist með honum. „Hann sat sem aðdáandi númer eitt í sæti fyrir fatlaða og ég fylgdist með svipbrigðunum á honum og bara grét. Slíkar voru tilfinningarnar.“ Ásta segir þennan viðburð í lífi sonar síns afskaplega mikils virði. Hann sé mjög hamingjusamur og þakklátur þeim sem gerðu honum kleift að láta drauminn rætast. Hann sé reyndar enn að átta sig á ferðin hafi verið raunveruleg en ekki draumur. „Hann spurði mig síðast í gær hvort þetta hefði verið draumur eða hvort við hefðum í raun farið á Old Trafford.“ Það var svo til að kóróna allt að eftir leikinn heilsaði markvörður Manchester-liðsins Edwin van der Sar upp á Tryggva, gaf honum eiginhandaráritun og sat fyrir á mynd með honum. „Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman á nokkurri mynd og þessari. Það lýsir af honum,“ segir Ásta. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heimavöll uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva. „Tryggvi Jón hefur þráð það heitast í lífi sínu að komast á Old Trafford og nú hefur draumur hans ræst,“ segir Ásta Reynisdóttir, móðir hans. Tryggvi Jón er með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm og er háður hjólastól. Hann hefur misst allan mátt í höndum, hefur örlítinn mátt í fótum, heyrir ekki og sér vart. Að sögn Ástu bar utanförina brátt að og þurfti að fara krókaleiðir til að fá miða á völlinn. Er Ásta þakklát Kristni Halldóri Einarssyni, formanni Blindrafélagsins, og nokkrum styrktaraðilum sem gerðu ferðina mögulega. Fimm voru í föruneyti Tryggva Jóns; foreldrar hans, tveir aðstoðarmenn og Kristinn Halldór. Ásta segir Tryggva Jón hafa setið á besta stað ásamt aðstoðarmanni sem hjálpaði honum að fylgjast með öllu sem fram fór með aðstoð tölvubúnaðar. Sjálf sat hún skammt frá og fylgdist með honum. „Hann sat sem aðdáandi númer eitt í sæti fyrir fatlaða og ég fylgdist með svipbrigðunum á honum og bara grét. Slíkar voru tilfinningarnar.“ Ásta segir þennan viðburð í lífi sonar síns afskaplega mikils virði. Hann sé mjög hamingjusamur og þakklátur þeim sem gerðu honum kleift að láta drauminn rætast. Hann sé reyndar enn að átta sig á ferðin hafi verið raunveruleg en ekki draumur. „Hann spurði mig síðast í gær hvort þetta hefði verið draumur eða hvort við hefðum í raun farið á Old Trafford.“ Það var svo til að kóróna allt að eftir leikinn heilsaði markvörður Manchester-liðsins Edwin van der Sar upp á Tryggva, gaf honum eiginhandaráritun og sat fyrir á mynd með honum. „Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman á nokkurri mynd og þessari. Það lýsir af honum,“ segir Ásta. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira