Rafmagnslaus sársauki Sara McMahon skrifar 22. mars 2011 00:01 Tónleikar Hurts í Vodafone-höllinni Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Hurts fóru fram í Vódafónhöllinni síðastliðinn sunnudag. Meðlimir sveitarinnar eru yfirlýstir Íslandsvinir og svo virðist sem aðdáunin sé gagnkvæm því nokkuð var af fólki í höllinni. Hurts leikur svokallað synthapopp og eru lögin hádramatísk, dansvæn og grípandi. Hljómsveitarmeðlimirnir eru jafnframt með þeim smekklegri í bransanum í dag og hefur svo vel klædd sveit líklega aldrei stigið á svið í Vódafónhöllinni áður. Tónleikarnir sjálfir voru nokkuð góðir til að byrja með. Söngvaranum, Theo Hutchcraft, fipaðist hvergi í söng sínum og hljómborðsleikarinn Adam Anderson stóð sig einnig með sóma og lék af fingrum fram á píanóið. Það tók þó svolitla stund fyrir þá félaga að hita áheyrendur upp og fá fólk til að dilla sér við synthapopptónana og þegar það loks gerðist sló rafmagninu af og ekkert heyrðist í tónlistarmönnunum. Hutchcraft var fljótur til og fékk áheyrendur til liðs við sig í svolitlum samsöng áður en hann hvarf af sviðinu á meðan unnið var að því að koma rafmagninu aftur á. Svo illa vildi til að rafmagninu sló aftur af í miðjum klíðum stuttu síðar og var þá áheyrendum og hljómsveitarmeðlimum nóg boðið. Einhverjir yfirgáfu þá staðinn heldur súrir í bragði og má með sanni segja að þetta hafi verið hræðilegt "antíklímax" á annars ágætum tónleikum. Niðurstaða: Á heildina litið stóð hljómsveitin sig vel en tónleikarnir náður engu flugi vegna tæknilegra örðugleika. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónleikar Hurts í Vodafone-höllinni Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Hurts fóru fram í Vódafónhöllinni síðastliðinn sunnudag. Meðlimir sveitarinnar eru yfirlýstir Íslandsvinir og svo virðist sem aðdáunin sé gagnkvæm því nokkuð var af fólki í höllinni. Hurts leikur svokallað synthapopp og eru lögin hádramatísk, dansvæn og grípandi. Hljómsveitarmeðlimirnir eru jafnframt með þeim smekklegri í bransanum í dag og hefur svo vel klædd sveit líklega aldrei stigið á svið í Vódafónhöllinni áður. Tónleikarnir sjálfir voru nokkuð góðir til að byrja með. Söngvaranum, Theo Hutchcraft, fipaðist hvergi í söng sínum og hljómborðsleikarinn Adam Anderson stóð sig einnig með sóma og lék af fingrum fram á píanóið. Það tók þó svolitla stund fyrir þá félaga að hita áheyrendur upp og fá fólk til að dilla sér við synthapopptónana og þegar það loks gerðist sló rafmagninu af og ekkert heyrðist í tónlistarmönnunum. Hutchcraft var fljótur til og fékk áheyrendur til liðs við sig í svolitlum samsöng áður en hann hvarf af sviðinu á meðan unnið var að því að koma rafmagninu aftur á. Svo illa vildi til að rafmagninu sló aftur af í miðjum klíðum stuttu síðar og var þá áheyrendum og hljómsveitarmeðlimum nóg boðið. Einhverjir yfirgáfu þá staðinn heldur súrir í bragði og má með sanni segja að þetta hafi verið hræðilegt "antíklímax" á annars ágætum tónleikum. Niðurstaða: Á heildina litið stóð hljómsveitin sig vel en tónleikarnir náður engu flugi vegna tæknilegra örðugleika.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira