Vinsælar gjafir fyrri tíma 23. mars 2011 16:34 Húsgögn hafa lengi verið með vinsælustu fermingargjöfunum og á sjöunda og áttunda áratugnum voru þau oftar en ekki úr tekki; hillur, kommóður og skatthol. Sumar fermingargjafir hafa verið gefnar aftur og aftur í 100 ár. Má þar nefna kvæðabækur, Biblíuna og úr. Aðrar hafa öðlast sess í seinni tíð. Fermingargjafaauglýsingar fyrri tíma gefa ágætis sýn inn í tíðarandann hverju sinni. Ein fyrsta blaðaauglýsingin hérlendis er snerti fermingargjafir er frá árinu 1897 og birtist í Þjóðólfi. Guðjón Sigurðsson auglýsir þar vasaúr, nýjar birgðir af „beztu Anker- og Cylinder-úrum". Guðjón stofnaði verslun sína árið 1894, upphaflega á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík. Vasaúr voru lengi vel með vinsælustu fermingargjöfum drengja. Ekki var gefið að börn fengju sérstakar fermingargjafir á fyrri hluta síðustu aldar. Flestir fengu þó sálmabók, sem er líklega með vinsælustu fermingargjöfum fyrri tíma.Vasaúr voru auglýst 1897 í Þjóðólfi.Árið 1900 auglýsir Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Sálmabókina nýju í skrautbandi, gyllta í sniðum á 6 krónur. Bækur almennt hafa alla tíð verið vinsælar í pakka fermingarbarna. Orðabækur, kvæðabækur, ljóðabækur og skáldsögur. Árið 1908 var verslun Guðmundar Gamalíelssonar í Lækjargötu með fermingargjafir á við skáldsögu Lew Wallace um Ben Hur. Með veglegri fyrri tíma fermingargjöfum, sem sérstaklega voru ætlaðar stúlkum, voru vandaðir íslenskir smíðisgripir úr gulli og silfri sem voru þá gjarnan notaðir á fermingardaginn við íslenskan búning. Má þar nefna steypt belti, upphlutsbelti, brjóstnælur og skúfhólka úr silfri, gulli eða gullhúðaða.Plötuspilarar, útvörp, ipod-ar og aðrar græjur sem miðla tónlist hafa unnið hjörtu fermingarbjarna.Húsgögn til fermingargjafa fóru að verða vinsæl upp úr 1940 og í auglýsingum var oft reynt að höfða til fermingarstúlkna. Þannig auglýsti verslunin Gamla kompaníið við Hringbraut „tilvaldar fermingargjafir fyrir stúlkur" sem voru kommóður í mörgum litum og litlir fataskápar. Kommóður og skatthol með spegli urðu reyndar vinsæl næstu áratugi þótt útlit og efniviður hafi verið misjafn eftir því hvaða tíska ríkti hverju sinni.Alls kyns smíðisgripir við íslenskan búning voru vinsælir til fermingargjafa áður fyrr.Þau voru úr tekki árið 1970 og tekkhúsgögn voru þá með vinsælustu fermingargjöfunum, bæði minni einingar og svo svokallaðar Hansahillur. Um 1985 voru basthúsgögn vinsæl í fermingarherbergið, svo sem bastruggustólar og skrifborðsstólar á hjólum. Þá var algengt um þær mundir að í stað einstakra húsgagna; rúms, skriborðs og svo framvegis, fengju fermingarbörnin yfirhalningu á herbergi sínu, þar sem öllum húsgögnum var skipt út og til að gera sérlega vel við fermingarbarnið var settur inn hljómtækjaskápur í rósaviðarlíki með hálfsjálfvirkum plötuspilara, gettóblaster eða jafnvel agnarlitlu sjónvarpi. - jma x Fermingar Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
Sumar fermingargjafir hafa verið gefnar aftur og aftur í 100 ár. Má þar nefna kvæðabækur, Biblíuna og úr. Aðrar hafa öðlast sess í seinni tíð. Fermingargjafaauglýsingar fyrri tíma gefa ágætis sýn inn í tíðarandann hverju sinni. Ein fyrsta blaðaauglýsingin hérlendis er snerti fermingargjafir er frá árinu 1897 og birtist í Þjóðólfi. Guðjón Sigurðsson auglýsir þar vasaúr, nýjar birgðir af „beztu Anker- og Cylinder-úrum". Guðjón stofnaði verslun sína árið 1894, upphaflega á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík. Vasaúr voru lengi vel með vinsælustu fermingargjöfum drengja. Ekki var gefið að börn fengju sérstakar fermingargjafir á fyrri hluta síðustu aldar. Flestir fengu þó sálmabók, sem er líklega með vinsælustu fermingargjöfum fyrri tíma.Vasaúr voru auglýst 1897 í Þjóðólfi.Árið 1900 auglýsir Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Sálmabókina nýju í skrautbandi, gyllta í sniðum á 6 krónur. Bækur almennt hafa alla tíð verið vinsælar í pakka fermingarbarna. Orðabækur, kvæðabækur, ljóðabækur og skáldsögur. Árið 1908 var verslun Guðmundar Gamalíelssonar í Lækjargötu með fermingargjafir á við skáldsögu Lew Wallace um Ben Hur. Með veglegri fyrri tíma fermingargjöfum, sem sérstaklega voru ætlaðar stúlkum, voru vandaðir íslenskir smíðisgripir úr gulli og silfri sem voru þá gjarnan notaðir á fermingardaginn við íslenskan búning. Má þar nefna steypt belti, upphlutsbelti, brjóstnælur og skúfhólka úr silfri, gulli eða gullhúðaða.Plötuspilarar, útvörp, ipod-ar og aðrar græjur sem miðla tónlist hafa unnið hjörtu fermingarbjarna.Húsgögn til fermingargjafa fóru að verða vinsæl upp úr 1940 og í auglýsingum var oft reynt að höfða til fermingarstúlkna. Þannig auglýsti verslunin Gamla kompaníið við Hringbraut „tilvaldar fermingargjafir fyrir stúlkur" sem voru kommóður í mörgum litum og litlir fataskápar. Kommóður og skatthol með spegli urðu reyndar vinsæl næstu áratugi þótt útlit og efniviður hafi verið misjafn eftir því hvaða tíska ríkti hverju sinni.Alls kyns smíðisgripir við íslenskan búning voru vinsælir til fermingargjafa áður fyrr.Þau voru úr tekki árið 1970 og tekkhúsgögn voru þá með vinsælustu fermingargjöfunum, bæði minni einingar og svo svokallaðar Hansahillur. Um 1985 voru basthúsgögn vinsæl í fermingarherbergið, svo sem bastruggustólar og skrifborðsstólar á hjólum. Þá var algengt um þær mundir að í stað einstakra húsgagna; rúms, skriborðs og svo framvegis, fengju fermingarbörnin yfirhalningu á herbergi sínu, þar sem öllum húsgögnum var skipt út og til að gera sérlega vel við fermingarbarnið var settur inn hljómtækjaskápur í rósaviðarlíki með hálfsjálfvirkum plötuspilara, gettóblaster eða jafnvel agnarlitlu sjónvarpi. - jma x
Fermingar Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira