Ásinn Týr í uppáhaldi 23. mars 2011 16:33 Ívan Breki Guðmundsson sökkti sér ofan í bók um ásatrú og tók eftir það þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. Mynd/Thelma Hjaltadóttir „Ég var að bíða eftir að komast í tónmenntatíma, og tók upp bók og fór að lesa. Bókin var um ásatrú og ég las hana alla,“ segir Ívan Breki Guðmundsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ívan heillaðist af ásatrúnni og tók þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. „Þetta er gömul íslensk trú og mér finnst hún rökréttari en kristin trú. Ásatrú tengist mikið náttúrunni og að bera virðingu fyrir landvættunum,“ segir Ívan Breki, sem hefur undirbúið sig í eitt ár fyrir siðfestuna, meðal annars lesið Hávamál og sögur af goðunum. „Sögurnar af goðunum eru mjög skemmtilegar. Týr er uppáhaldsásinn minn en hann er stríðsguð og hugrakkastur þeirra allra. Ég las líka Hávamál sem er lífsspeki Óðins. Þau kenna manni mannasiði og gefa manni góð ráð. Í þeim eru líka hugleiðingar um lífið og hvað beri að varast. Þau segja manni til dæmis að njóta lífsins á meðan maður getur. Þetta eru ekki boðorð eða reglur eins og í kristinni trú heldur meira svona góð ráð sem maður ræður hvort maður tekur eða ekki. Margt af þessu á alveg jafn mikið við fólk í dag eins og fyrir kristnitöku á Íslandi.“ Ívan Breki veit ekki til þess að fleiri í hans árgangi ætli að taka siðfestu en hann setur það ekkert fyrir sig. Hann mun halda veislu í tilefni siðfestingarinnar eins og haldnar eru fermingarveislur og klæðast víkingabúningi við athöfnina, líkt og fermingarbörn í kristinni trú klæðast hvítum kyrtlum. Fjölskylda hans er ekki ásatrúar en þó var Ívan Breki hringaberi, ásamt bróður sínum, í giftingu frænku þeirra að heiðnum sið fyrir þremur árum. Hann segist samt taka þátt í kristnum hátíðum eins og jólum. „Já ég geri það með fjölskyldunni, enda bannar ásatrú ekki að maður taki þátt í öðrum trúarbrögðum. Heiðnir menn héldu líka jól í gamla daga en þá var því fagnað að sólin væri að koma aftur en ekki fæðingu Krists.“- rat Fermingar Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ég var að bíða eftir að komast í tónmenntatíma, og tók upp bók og fór að lesa. Bókin var um ásatrú og ég las hana alla,“ segir Ívan Breki Guðmundsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ívan heillaðist af ásatrúnni og tók þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. „Þetta er gömul íslensk trú og mér finnst hún rökréttari en kristin trú. Ásatrú tengist mikið náttúrunni og að bera virðingu fyrir landvættunum,“ segir Ívan Breki, sem hefur undirbúið sig í eitt ár fyrir siðfestuna, meðal annars lesið Hávamál og sögur af goðunum. „Sögurnar af goðunum eru mjög skemmtilegar. Týr er uppáhaldsásinn minn en hann er stríðsguð og hugrakkastur þeirra allra. Ég las líka Hávamál sem er lífsspeki Óðins. Þau kenna manni mannasiði og gefa manni góð ráð. Í þeim eru líka hugleiðingar um lífið og hvað beri að varast. Þau segja manni til dæmis að njóta lífsins á meðan maður getur. Þetta eru ekki boðorð eða reglur eins og í kristinni trú heldur meira svona góð ráð sem maður ræður hvort maður tekur eða ekki. Margt af þessu á alveg jafn mikið við fólk í dag eins og fyrir kristnitöku á Íslandi.“ Ívan Breki veit ekki til þess að fleiri í hans árgangi ætli að taka siðfestu en hann setur það ekkert fyrir sig. Hann mun halda veislu í tilefni siðfestingarinnar eins og haldnar eru fermingarveislur og klæðast víkingabúningi við athöfnina, líkt og fermingarbörn í kristinni trú klæðast hvítum kyrtlum. Fjölskylda hans er ekki ásatrúar en þó var Ívan Breki hringaberi, ásamt bróður sínum, í giftingu frænku þeirra að heiðnum sið fyrir þremur árum. Hann segist samt taka þátt í kristnum hátíðum eins og jólum. „Já ég geri það með fjölskyldunni, enda bannar ásatrú ekki að maður taki þátt í öðrum trúarbrögðum. Heiðnir menn héldu líka jól í gamla daga en þá var því fagnað að sólin væri að koma aftur en ekki fæðingu Krists.“- rat
Fermingar Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“